Óskráð vinnuafl

Ég las yfir morgunkaffinu að 1 af hverjum 5 erlendum verkamönnum starfandi á Íslandi væri óskráður og talið væri að um 1800 óskráðir erlendir starfsmenn hefðu verið á landinu á síðasta ári. Einnig las ég að ef menn störfuðu lengur en þrjá mánuði á landinu bæri þeim að skrá sig. Sé um að ræða 1 af hverjum 5 er talan þó miklu hærri. Einnig mátti skilja að ef starfstími væri innan við 90 dagar þyrfti ekki kennitölu eða skráningu.
 Ég vildi gjarnan fá svar við eftirfarandi.
1. Er það tilfellið að hér sé hægt að vinna í 89 daga óskráður og fara síðan í helgarferð til Kaupmanahafnar og koma til baka á mánudegi og hefja nýja 89 daga vist. Og um leið stærstur hluti launa jafnvel borgaður undir borðið og undir töxtum. Það gæti skýrt margt í undirboðum sem að eru stunduð á markaði.
Áhugavert væri að einhver sem vit hefur á myndi uppfræða mig um þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband