Ferðamenn eða verkamenn hver er munurinn.

Hvað með það  þó ekki hafi allir í rútunni sem yfirgaf vegakerfið verið með pappíra sem vinnandi fólk á að vera með, þetta eru jú ferðamenn. Það hefur lengi tíðkast  erlendis að bjóða upp á ferðamennsku þar sem að fólk fær að vera bændur kúrekar eða einhver önnur starfstétt úr fortíðinni og fólki er boðið að kynnast að eigin raun hvernig líf fólks var. Auðvitað fetar framsækin þjóð í sömu spor og  síðustu ári hefur Íslensk ferðaþjónusta boðið ævintýraferðir  i gangna og stíflugerð, virkjana og röralagnaævintýri, málmsmíði og járnalagnir í Íslenskri vetrarveðráttu og ekki síst kynnisferðir á Íslenskri ferðaþjónustu þar sem ferðamennirnir fá að kynnast launakjörum í þeirri grein á eigin baki. Þetta er orðin mikill sproti í Íslensku atvinnulífi og er fullkomlega sjálfbær atvinnugrein og því umhverfisvæn.

Í alvöru þá skil ég ekki af hverju þetta þykir fréttnæmt það vita allir af þessu þetta viðgengst alstaðar verkalýðfélögum og atvinnurekendum er þetta velkunnugt og mér þykir ólíklegt annað en að velflestum stjórnmálamönnum sé það líka. Íslenskir iðnaðarmenn eru búnir að vera í baráttu við þessa ferðamennsku í nokkur ár eða hversvegna halda menn að hægt sé að bjóða allt að 50% af kostnaðarverði í verk. Við sem störfum í Íslenskum iðnaði eða því sem eftir er af honum höfum vitað þetta lengi en við vitum eins vel að þeim sem að gætu einhverju breytt er eiginlega fj..... sama. Það sem ræður jú er gróði dagsins í dag. Hvernig land og framtíð við viljum fyrir afkomendur okkar virðist ekki skipta máli allt er í lagi bara ef það hringlar í vösum útvaldra í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt er það sem fólk ruglar oft saman þessu máli tengdu. Það er hvað þessir verktakar eru að græða rosalega á þessu erlenda vinnuafli. Hver er að græða? Er það sá sem vinnur verkið langt undir kostnaðaráætlun? Nei. Það er verkkaupinn sem hagnast. Sumir verktakar eru vissulega í þeim bransa að byggja og selja á almennum markaði. Þeir hagnast vissulega ef vinnuaflið er ódýrt. Hinir sem vinna á útboðsmarkaðnum fá verk ef þeir geta lagt til ódýrt vinnuafl.  Hverjir eru svo verkkauparnir?  Hver er þeirra ábyrgð í þessum málum?  Ef verkkaupi hefur fengið verkfræðistofu til þess að gera fyrir sig kostnaðaráætlun upp á 100 milljónir og síðan býðst eitthvert fyrirtæki til þess að vinna það fyrir 50 milljónir. Hvað gerir verkkaupinn þá. Segir nei takk. Nei hann segir já takk og lokar svo augunum. Það styrkir amk ferðaiðnaðinn.

Árni Pálsson (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband