Olíuhreinsunarstöð?

Þessi olíuhreinsistöð hefur aðeins verið að flakka um í hausnum á mér.  Við viljum hana ekki af því að hún mengar en við viljum nota olíu ber okkur  þá ekki líka skilda til að leggja okkar af mörkum til að hreinsa olíuna á sem hreinlegasta máta. Við viljum að olían sé hreinsuð annarstaðar en við viljum samt nota hana ergo við viljum semsagt hafa mengunina einhverstaðar  annarstaðar svo að ekki falli ryk á okkur sjálf. Hnötturinn er lokað vistkerfi svo að mengunin af þeirri olíu sem að er hreinsuð annarstaðar en notuð hér lendir að lokum hér og er þá ekki alveg eins gott að vinnan og virðisaukin sé hér? Síðast en ekki síst ef að það finnst olía útaf norðurlandi hvar ætlum við að hreinsa hana og vinna úr henni hráefni? Auðvitað myndum við gera það hér því ekki viljum við endalaust vera neðst í framleiðsluferlinu. Okkur er lífsnauðsyn að byggja upp úrvinnsluiðnað og það sem fyrst ef að við ætlum að tryggja áframhaldandi velsæld í landinu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mjög góður pistill Jón og hlýtur að vekja "Náttúruverndar-Ayatollana" (Árna Finnsson og Co) til umhugsunar.

Jóhann Elíasson, 29.8.2007 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband