Bara Rússar

Það mætti benda á að eins og refsiaðgerðirnar kosta Rússa þá kosta þær Evrópu einnig eða hverjir hafa tapað á að innflutningur til Rússlands á matvælum hefur minkað um 40% það leiðir  til þess að Rússar verða sjálfum sér nógir á ekkert mjög löngum tíma um þessi matvæli og markaður tapast, sem verður mikið tjón fyrir þau lönd í Evrópu sem missa þennan markað.

Refsiaðgerðirnar eru síðan sér kafli og að mínu mati mest þjónkun við Bandaríkjamenn. Eða á ekki að refsa þeim líka sem gerðu atlögu að stjórnarfari í Líbýu og kláruðu ekki dæmið og afleiðingarnar eru hörmungar af áður óþekktri stærðargráðu, eins og sést nú í hverjum fréttatímanum á fætur öðrum.

Hverjum á að refsa fyrir það ?? Rússum og voru það Rússar sem að komu af stað þeirri atburðarrás sem nú er í gangi í Jemen og Sýrlandi ?

Miðað við þetta held ég að við ættum að íhuga fylgispekt okkar við allt sem að vestrænir vinir okkar segja og gera og reyna að hugsa aðeins sjálfstætt.


mbl.is Milljarðar dollara vegna Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband