10.4.2015 | 09:01
Rússagrýlan
Rúv heldur áfram að sýna okkur mannvonsku Rússa í tengslum við Úkraínu deiluna nú síðast með umfjöllun um aðbúnað geðfatlaðra í Hvíta Rússlandi.
Ráðamenn á vesturlöndum halda síðan áfram að kynda undir Rússaótta.
Mér sýnist að Rússar hafi ekkert gert í að nálgast okkur en vesturlönd hafa aftur á móti skipulega þrengt að þeim.
Ég bíð eftir umfjöllun um aðstöðu geðfatlaðra í Bandaríkjunum. Ég bíð líka spenntur eftir vestrænni naflaskoðun um árangur aðgerða sem að við vesturlönd stóðum fyrir til að auka og bæta lýðræði og líðan íbúa í, Líbýu, Sýrlandi, Jemen til dæmis.
Hver var árangurinn ?
Í fljótu bragði en án mikillar greiningar sýnist mér að vesturlönd séu í raun stærri gerandi í vondum heimsálum þessar stundir en Rússar.
Er Ísland síðan komið með varnarmálaráðherra ?
Norðurlönd verjast Rússum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Facebook
Athugasemdir
Afhverju réðust rússar inn í Úkraínu og innlimuðu Krimskaga..??
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 10.4.2015 kl. 10:42
Hafa Rússar ráðist inn í Úkraínu Má ekki eins segja að til dæmis Bretar ásamt öðrum þjóðum hafi ráðist ínn í þau lönd sem að ISIS berst í. Ríkisborgarar margra landa berjast með þeim. Þannig að sé sanngirni gætt þá verður að telja að á sama hátt og talið er að Rússar hafi ráðist inn í Úkraínu þá hafi þessi ríki ráðist á þau lönd þar sem ISIS berst.
Krímskagi er síðan innlimaður af sömu ástæðu og Bretar gættu sinna hagsmuna á Falklandseyjum að mínu mati hvort hún er rétt eða röng dæmi ég ekki um en af svipuðum hvötum.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 10.4.2015 kl. 10:58
Fáránleg rök hjá þér.....Falklandseyjar voru og eru hluti af breska samveldinu....Argentína réðst inn í Falklandseyjar....Bandaríkin, bretar, frakkar og fleyrri þjóðir eru einungis að reyna að koma þessum arabaþjóðum til hjálpar að ráða niðurlögum á ISIS.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 10.4.2015 kl. 11:18
alveg rétt hjá þér Jón
David Icke: ISIS Trigger for The Start of Albert Pike’s Satanic World War III?
https://socioecohistory.wordpress.com/2014/06/30/david-icke-isis-trigger-for-the-start-of-albert-pikes-satanic-world-war-iii/
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 10.4.2015 kl. 11:39
hvar hefur þú eiginlega alið manninn nafni minn Jónsson
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 10.4.2015 kl. 11:43
Í meira en 200 ár þá tilheyrði Krímskagi og héruðin Donetsk og Luhansk Rússlandi, en þegar að Nikita Khrushchev tróð Krímskaga inn í Úkraínu árið 1954 þá var það gert algjörlega án samþykkis við íbúa Krímskaga.
Þetta fólk þarna á Krimskaga hefur óskað eftir því að sameinast Rússlandi síðan 1991 eða eftir að atkvæðaafgreisluna sem var þá, og svo núna aftur eftir atkvæðaafgreiðsla 2014, en stjórnvöld í Úkraínu hafa í bæði skiptin hunsað vilja rússneskumælandi fólks þarna.
Í stað þess að styðja þetta rússneskumælandi fólk þarna á Krímskaga til að tengjast aftur þeirra eigin 200 ára sögu og menningu, þá öskra menn hér að Rússar séu að reyna endurreisa Sovétríki, og það ofan á allt þegar að vitað er til þess að OECD fann ekkert að þessari atkvæðagreiðslu.
Með lygum er síðan aftur og aftur reynt að koma því inn að Rússar hafi gert innrás í Úkraínu, svo og með þessum líka gömlu gervihnattamyndum frá ágúst 2013 sem að sagðar eru vera glænýjar, ásamt öðrum myndum sem að sérfræðingar segja að séu komnar beint úr tölvuleikjum. Menn eru á því að þessi litabylting 2014 hafi tekist svona, en framtíð Úkraínu er eftir sem áður ákaflega óljós.
Nei, Nei því að sjálfstæði er bara veitt undir vissum kringumstæðum eða þegar það hentar Bandaríkjum og Evrópu eins og t.d. Kosovo, Falklandseyjar og Suður Súdan í því sambandi og annars ekki. Áður en atkvæðaafgreiðsla á Krímskaga byrjaði var hún fyrirfram opinberlega dæmd ólögleg af hálfu stjórnvalda í Bandaríkjunum og hjá Evrópusambandinu, og fyrir þessa atkvæðaafgreiðslu í Austurhluta Úkraínu (Donetsk og Luhansk) var öll þessi atkvæðaafgreiðslan einnig fyrirfram dæmd ólögleg.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 10.4.2015 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.