Sameinuð Evrópa ef allir gera eins og ég vil.

Þetta er nú blessað sambandið, byggt upp á því að allir sitji og standi eins og þeir stóru vilja. USA og ESB hljóta að grípa til refsiaðgerða gegn þjóðum sem að skipta sér af kosningum í öðrum löndum með hótunum. Eða er það bara þegar að þeim hentar. Þeir sem öllu vilja ráða vilja banna flokka sem hafa skoðun á þjóðar og innflytjendamálum, hægriflokka og nú hóta þeir löndum ef þau kjósa vinstri menn samkvæmt þessari frétt. Auðvitað má ekkert kjósa nema þá sjálfa. Þannig og aðeins þannig geta þeir tryggt völd sín og manni sýnist að lýðræði eigi heldur betur undirhögg að sækja og leiðtogar okkar sem þykjast vera einhverjir boðberar lýðræðis séu í raun sömu einræðispúkarnir og þeir ásaka aðra um að vera, jafnvel verri því þeir bæta við eigin hræsni.

Sennilega er styttra en maður heldur að það brjótist út ófriður í Evrópu.  


mbl.is Íhugar að sparka Grikkjum úr evrusamstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hugsa sér, þetta er algert hneyksli, að hóta því að kjósi grikkir stjórn sem ekki vill standa við samninga og starfa með esb þá gæti þurft að taka af þeim evruna. Eins og það komi esb eitthvað við hvort grikkir haldi samninga og standi við skuldbindingar. Við íslendingar mundum aldrei láta bjóða okkur það að viðsemjendur okkar og viðskiptalönd krefðust þess að við stæðum við skuldbindingar og samninga, það er eitthvað svo ó íslenskt. Gott að mogginn vakti athygli á þessum skandal.

Jós.T. (IP-tala skráð) 4.1.2015 kl. 00:14

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Þetta er enn betra Jón T í síðari heimstyrjöldinni þá rændu þjóðverjar gríska seðlabankan og skiluð því þýfi ekki til baka heldur lánuðu það til baka.  Núna ætlar Angela Merkel að sparka í Grikki ef þeir kjósa ekki eins og hún vill.  Þetta minnir svoldið að forvera hennar í starfi er það ekki?  Sennilega stutt í fjöldafundi í Þýskalandi núna!!!

Einar Þór Strand, 4.1.2015 kl. 00:36

3 identicon

Já þetta er ekkert annað en ómennska og nasismi að benda grikkjum á að kosningaúrslit séu alvarlegt mál sem geti haft áhrif á samskipti við þjóðir og samtök. Við íslendingar kjósum ekki með því ómanneskjulega og kúgandi hugarfari, sá sem býður bjór og ókeypis peninga fær okkar atkvæði og þannig á það að vera. Það er hrein illska að ætlast til þess að fólk sé tilbúið til að taka einhverjum afleiðingunum nýti það atkvæðisréttinn ekki af skynsemi.

Jós.T. (IP-tala skráð) 4.1.2015 kl. 00:52

4 Smámynd: Snorri Hansson

Ef við  Íslendingar fengjum tilkynningu frá embættismanni  kvað þá kanslara annars lands, um hvað við ættum að kjósa.  Má bóka  að allir aðrir en Samfylkingarmenn muni  kjósa gagnstæt þeirri ósk.

Snorri Hansson, 4.1.2015 kl. 02:44

5 identicon

Auðvitað, embættismenn kvað þá kanslari annars lands vita ekkert um efnahagsmál og viðbrögð við samningsrofum og hundsuðum skuldbindingum. Rétt eins og þegar einhver öfundsjúkur danskur bankamaður fór að vara okkur við yfirvofandi hruni. Við tökum ekki mark á einhverjum aðvörunum frá fólki sem þekkir ekki okkar sérstöku aðstæður og snilli og vonandi gera grikkir eins. Það er ætíð gáfulegast að gera hið gagnstæða þegar útlendingar fara að koma með óumbeðnar ábendingar, og auk þess mjög þjóðlegt. Ætli Merkel þurfi ekki að sækja endurmenntunarnámskeið fyrir erlenda besservissera eins og boðið var uppá hér fyrir nokkrum árum.

Jós.T. (IP-tala skráð) 4.1.2015 kl. 03:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband