Er þá almenningur ábyrgur

Það er margt merkilegt við átökin í Úkraínu það er líkast því að aðskilnaðarsinnar séu í stríði við sjálfan sig. Stjórnarherinn notar ekki stórskotalið ekki flugvélar samkvæmt eigin sögn og samkvæmt vestrænum fjölmiðlum er ólíklegt að hann beiti einu sinni byssum.

Aðskilnaðarsinnar eru samkvæmt okkar fréttum og Bandarískra vina okkar algjör úrþvætti og hryðjuverkamenn, vinir okkar gleyma því að aðskilnaðarsinnar stofnuðu Bandaríki Norður Ameríku en þá var ekki búið að finna upp hryðjuverkamenn heimsmyndin væri önnur í dag ef sá aðskilnaður hefði verið kæfður í fæðingu en í báðum tilfellum eru og voru menn að berjast fyrir sannfæringu sinni góðri eða slæmri. 

En eins og kemur fram þá er engin að berjast í Úkraínu nema aðskilnaðar sinnar sem skjóta þá á hver aðra upp í loftið og á eigin byggingar og það er þá rangt að þeir hafi skotið niður tvær orrustu þotur því stjórnarherinn notar ekki flugvélar og ekki stórskotalið.  Hvernig duttu þá sprengjurnar niður úr loftinu á Lubansk og hvað þarf að fjármagna.

Fyrir þá sem trúa þessu ekki er einfalt að leita á netinu og sjá að það sem okkur er boðið upp í fréttum er einsleitur áróður, fjölmiðlum eiginlega til skammar það eru bardagar þarna og Úkarinskir vinir okkar eru engir englar frekar en aðrir þó að í umfjöllun fjölmiðla séu þeir málaðir upp sem allt að því fulltrúar góðgerðarsamtaka.

En punkturinn í fyrirsögninni er hugleiðing um ábyrgð. Ef að við köstum allri ábyrgð á Rússa vegna aðgerða aðskilnaðarsinna því þeir útvega þeim vopn er þá almenningur sem fjármagnar Úkraínska herinn ábyrgur fyrir verkum hans.
Verið viss að það á eftir að koma í ljós að þeir hafa notað eitthvað meira en bara kærleik og vinarþel.
Það voru ekki margir sem trúðu því hvað var í raun að ske í gömlu Júgóslavíu til að byrja með.

Svo ef almenningur fjármagnar hlýtur hann að bera ábyrgð eins hljóta þeir sem seldu Ísraelsmönnum vopnin sem að fólk fellur fyrir á Gasa að vera ábyrgir fyrir því

Víki  menn sér undan því eru yfirlýsingar þeirra um ábyrgð marklausar líf er líf hvort sem það kemur frá Miðausturlöndum eða Vestur Evrópu, og ef ríki ætlast til að önnur ríki axli ábyrgð ber þeim að ganga á undan með góðu fordæmi en það er sennilega draumsýn í þessum heimi þar sem að hræsni og tvöfeldni virðast vera ráðandi sem stendur.


mbl.is Frjáls framlög fjármagna hernaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband