24.2.2013 | 14:16
Verðtrygging eða ekki.
Ég hef sagt það áður og segi það bara aftur að frá mínum bæjardyrum séð er verðtryggingin ekki aðalmálið. Ég tel að allnokkrir séu líka sama sinnis þó verðtrygging verði afnumin þá koma í staðin vextir og þeir verða ekkert í lægri kantinum því það vandamál sem er tilhneiging þeirra sem fjármagn eiga til að stunda vaxtaokur breytist ekkert þó verðtrygging verði afnumin.
Það sem aftur á móti hefur gert mig afhuga verðtryggingu og einnig algjöran talsmann þess að leiðréttur verði sá forsendubrestur sem varð hér í október 2008 er það að þessi verðtrygging skuli mæla mistök lánveitenda klúður þeirra og bruðl og bæta því ofan á lánin mín.
Ef ASI hefði ekki fellt þá hugmynd að setja þak á verðbólguaukninguna meðan skellurinn hefði gengið yfir þá myndi ég glaður borga það sem mér ber. Þeir gerðu það hinsvegar ekki og að mínu viti verður það flokkað með meiriháttar stjórnunarmistökum sem gerð hafa verið í lýðræðisríkjum. Þetta hefur skapað úlfúð og misvægi það er afskrifað hægri vinstri af sumum en á öðrum hækkuðu bara lánin. Seinni hópurinn missis sitt fyrri hópurinn fær klæði sín aftur þvegin hreinsuð og nýpressuð. Þetta er að mínu mati það sem allt snýst um frekar en verðtrygginguna sjálfa það er framkvæmd hennar sem að hefur ekkert með hana að gera heldur þá sem að stjórna framkvæmdinni. Þá staðreynd er síðan reynd að fela með því að tala út og suður um vertryggingu sem verður alltaf til í einu eða öðru formi.
Ef ég lít til baka þá er það mín skoðun að hefðu þær leiðir sem að Framsókn og Lilja Móses lögðu til verið farnar í upphafi þá væri hér orðin friður og uppbygging gengi betur. En það er aldrei of seint að iðrast og lengi má böl bæta. Því miður þykir mér sem íhaldsmanni þær aðgerðir sem boðaðar eru á landsfundinum þunnar og langt í frá trúverðugar og mun ég en um sinn bíða og sjá hvernig málefni leggjast og á meðan heyra orð um mig og mína líka eins og óráðssíu fólk nú eða þá jólasveinar við hljótum að vera það ef það þarf jólasveina aðgerðir til að við fáum það réttlæti sem okkur ber.
Hafa skildi þó í huga að þessi hópur er sá hópur sem að heldur þjóðfélaginu uppi sem stendur þó í raðir hans hafi verið höggvin stór skörð. Það er það fólk sem tilheyrir millistéttinni og enn stendur í skilum með greiðslur sínar og nytir sífellt minnkandi tekjur til að kaupa aðföng til heimila sinna það er hópurinn sem að stjórnmál dagsins þurfa að fara að umgangast á annan hátt en með uppnefnum eða smáskammalækningum.
Skora á Sjálfstæðisflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er verðtrygging ekki aðalmálið nei? Er stærsti verðbólguvaldurinn ekki aðalmálið? Ertu semsagt hrifinn af þeirri viðvarandi verðbólgu sem verðtryggingunni fylgir?
Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2013 kl. 16:15
Lán verða alltaf tryggð með einum eða öðrum hætti ég sjálfur hef það í huga að 87 við ibúðarkaup var ég með eftirstöðvabréf óverðtryggt til 4 ára á kjörum sem að attu að vera það skásta sem í boði var á gögnin einhverstaðar en nenni ekki að finna þau. En það sem ég man alla tíð er að fyrsta greiðslan var nokurnvegin jafnhá öllu láninu og var þar engin verðtrygging heldur eingöngu vextir og meðalvestir ef þeg man rétt. Það er það hættulega við kerfið hér sem ekki er hægt að treysta það er að fólk sitji i enn verri þrældómi en áður. Ef það verður sett í lög að hægt sé að færa lán án stimpilgjalda þá er það til bóta en ef ekki þá er fólk endanlega búið að festa sig því það eru ákvæði um endurskoðun vaxta með ákveðnu milibili og þá á bankin í raun skotleyfi á lántakandann ef hann getur ekki fært sig eða greitt upp lánið á þeim degi,
Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.2.2013 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.