17.10.2012 | 17:13
Hvað er svona gott
Er það gott að 590 fleiri fluttu frá landinu en til þess ekki finnst mér það. En atvinnulausum fækkaði um 400 það er gott.
Þannig að fjöldi atvinnulausra jókst því um 190 á timabilinu séu þessar tölur réttar atvinnuleysi minnkaði ekkert.
Það væri gott að einhver fjölmiðill skoðaði nú málið og þessar tölur.
300 fleiri útlendingar fluttu til landsins en frá því hvernig kemur það heim og saman við veitt atvinnuleyfi sem að þá gefur til kynna hvort að aukning hafi orðið á svartri vinnu en að visu gæti þetta þýtt að 110 þeirra hafi fengið vinnu en 190 lent á atvinnuleysisskrá
Mér finnst að það mætti skoða þessar tölur frá fleiri sjónarhornum en gert er. Fjölmiðlar hafa alla vega flestir básúnað að atvinnuleysi minki og þjóðinn fjölgi meðan að mér sýnist að staðan sé önnur í raun .
Kannski skipta staðreyndir ekki orðið máli.
Betri niðurstaða en búist var við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vilhjálmur Egilsson mun komast í sagnfræðibækurnar vegna sinna útúrsnúninga og óábyrgra orða í fjölmiðlum, og spillingar-vinnubragða í lífeyrissjóðakerfinu.
Hann tjáði sig í morgunútvarpi Bylgjunnar í dag með sína landsfrægu lífeyrissjóðs-"talnaspeki"!
Ég auglýsi hérmeð eftir þeim sem skildu hans útskýringar í þessu viðtali! Þáttastjórnendurnir ágætu virtust skilja hans útskýringar, og sætta sig við þær? Hvers vegna spurðu Bylgju-þáttastjórnendur Vilhjálm Egilsson engra gagnrýnna spurninga? Er það ekki gagnrýnivert?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.10.2012 kl. 18:05
Meðal þeirra, sem flytja milli landa, eru barnafjölskyldur í meirihluta og má reikna með að börnin séu 30-35% heildarfjöldans. Vinnandi fólk í þessum hópi er því 65-70% af 590, eða um 400 manns. Útlendingar, sem flytjast til Íslands, eiga einnig börn.
Birnuson, 17.10.2012 kl. 22:51
Starfandi einstaklingum fjölgaði um 7500 í September, hvar liggja þessi störf, eru þau kannski til komin vegna þess að sumir fóru á skólabekk þegar skólarnir byrjuðu og teljast þar með vinnandi...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.10.2012 kl. 00:11
ég er þeirra skoðunar að þetta sé talnaleikur að miklum hluta en punktur þinn er góður Birnuson og það væri gaman að hann væri rannsakaður ofan í kjölinn því aðég held að þetta sé rangt hjá þér. Þetta væri rétt í eðlilegu árferði en ég held að það fól sem er á ferðinni sé í dag að miklum hluta flutningar svipað og þegar við fórum á vertíð á árum áður það er hluti fjölskyldu flytur til annars lands til að sjá fjölskyldunni farborða. Ég segi þetta vegna þess að ég vinn í geira þar semmikið er um erlent vinnuafl örhluti þeirra er með fjölskyldu sína með sér flestir eru að reyna að brauðfæða fjölskyldu sina í heimalandinu og vilja komast sem fyrst heim aftur. Svo tel ég að sé líka um stóran hluta Íslendinga sem flytja En þetta þyrfti að skoða
Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.10.2012 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.