Alveg bit.

Það er að verða regla frekar en undantekning að maður verður alveg bit eins og það er kallað þegar aðgerðir núverandi stjórnvalda eru til umfjöllunar. Ég hef hingað til haldið að velferðaráðherra væri einn af þeim meðlimum stjórnarinnar sem hefði báða fætur nokkuð jafnþungt á jörðu.

Sagt er þegar þessi aðgerð er nefnd að umræddur starfmaður sé svo ómissandi að kerfið hafi ekki getað án hans verið og þá er illa komið fyrir okkur því ef ég lít út um gluggann yfir í friðargarðinn þá sé ég þar hvíldarstað ótalmargra ómissandi starfsmanna ríkis, bæja og einkafyrirtækja og samt gengur veröldin.

 Ég trúi ekki að ráðherra hafi ekki gert sér grein fyrir þeirri ólgu sem að þetta myndi valda en mig byður í grun að hann hafi vitað að það skipti ekki máli verkalyðshreyfinginn sér um að vernda þessa stjórn fram yfir gröf og dauða og gerir ekkert í málunum. Á Spáni útvegar verkalyðshreyfinginn rútur til að flytja fólk á mótmæli gegn ástandinu á Íslandi ver hún arfa slök stjórnvöld og verðtryggingu með kjafti og klóm.

Hvort að Guðbjartur braut lög mun ekki skipta neinu máli eða hljóta neina umfjöllun í líkingu við þá umfjöllun sem var um Ögmund sannið þið til. En aðgerðin sjálf er svo ótrúleg að maður á ekki til orð og rökin að ekki væri hægt að finna annan til að sinna starfinu er enn ótrúlegri og læt ég þar við sitja.
Það besta við þetta er kannski að fólk sér um hverja núverandi stjórnvöld hugsa og mynda skjaldborg um.


mbl.is Sakar Guðbjart um lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband