Nauðsynlegt að vera læs

Ég er sammála ungum Framsóknarmönnum um þetta en vill þó að það verði aðeins útvíkkað ég tel nefnilega að það megi kenna forystumönnum okkar fjámálalæsi líka þannig að þeir fari betur með fé okkar borgaranna. Ég tel til dæmis jólaserínuna við höfnina sem heitir víst Harpa algjörlega lysandi dæmi um lélegt fjármálalæsi eða þá göng sem að vafamál eru að skili arði og ótalmargt fleira. Þess vegna á að einbeita sér að okkur gamla fólkinu því hvað segir ekki málshátturinn "ungur nemur gamall temur"

Síðan mættu ungir Framsóknarmenn beina því til forustu sinnar að leggja fram frumvarp sem að setur bönd á óskapnaðinn setur leikreglur og sér um að farið sé eftir þeim það var jú skortur á reglum sem að setti hér allt á hliðina. Það verkur spurningar hjá mér hvað gengur illa að setja ramma utanum þetta spurningar um hvað veldur varla eru það hagsmunir en þó er margreynt í sögunni að hagmunir eru dragbítur á réttlæti og framfarir í mörgum tilfellum. Ekki veit ég það þó en hitt veit ég að miðað við yfirlýsingar stjórnmálastéttarinnar um umhyggju hennar fyrir fólki og fénaði þessa lands ætti svona lagasetning ekki að taka nema daginn að mínu mati.

En að öðru leiti þörf ábending


mbl.is SUF vill aukið fjármálalæsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband