Þetta er varla hægt að toppa.

 Þetta verður seint hægt að toppa skítt með það þó að þau gleðjist yfir því að fulltrúar flokksins þurfi ekki að axla þá ábyrgð að taka þátt í meirihluta samstarfi í bænum. Það tryggir bara að sennilega verður áfram gott að búa í Kópavogi.

En það eru eftirfarandi gullkorn sem að koma til með að senda mig brosandi inn í nóttina


"Hreyfingin telur það fagnaðarefni að fulltrúar flokksins í bæjarstjórn fórni ekki gildum sínum til þess eins að mynda meirihluta."

Og svo til að toppa það

„Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu telja að stefna hreyfingarinnar og trúverðugleiki séu alltaf dýrmætari en seta í meirihluta,“ segir í ályktuninni"

Er hér um einhverja aðra Vinstri Græna að ræða en sitja á alþingi og hafa fórnað öllum trúverðugleika og ekkert er dýrmætara setan í meirihlutanum það hlýtur bara að vera að það séu til VG og síðan VG annað getur ekki verið.

Sé svo ekki þá vildi ég gjarnan að formaður þess VG sem ég veit um háttvirtur margfaldi ráðherra vor SJS margfaldur að því leiti að hann gegnir alt að því helmingi ráðherra embætta landsins að því að mér finnst.

Að sá ágæti maður yrði upplýstur um þessa stefnu VG og beðin að fara eftir henni og taka trúverðugleikan fram yfir stólinn ekki seinna en strax þetta er jú hans flokkur svo að honum ætti að vera kunnugt um stefnuna og hin dýrmæta trúverðugleika sem ekki má fórna LoLLoLLoL


mbl.is Gleðjast yfir viðræðuslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er sama hvort við tölum um Samfylkinguna eða Vinstri Græna, þetta lið er allt meir og minna hertekið af landráða-lífeyrissjóða-bönkunum á Íslandi.

Það er komið að því að fólk spyrji sína eigin samvisku um, hvort það standi með almenningi eða bankarændum flokkum landsins!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.2.2012 kl. 20:39

2 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Sammála þér félagi. Ef Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu ætla að vera samkvæm sjálfum sér þá er næsta skref að álykta um það að VG eigi að segja sig frá ríkisstjórnarsamstarfinu af því að: „Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu telja að stefna hreyfingarinnar og trúverðugleiki séu alltaf dýrmætari en seta í meirihluta,“

Hreinn Sigurðsson, 2.2.2012 kl. 21:54

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Spurning um samvizku VG

Eggert Guðmundsson, 2.2.2012 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband