Lausnaraflið eða ?

Gott er að Guðmundur er komin með stefnuna svo að maður geti séð hvort hér er komið aflið sem hægt er að kjósa og stefnan er samkv frétinni.

„Hvað er þá stefna? Er það ekki stefna að vilja klára aðildarviðræður, að vilja taka upp aðra mynt, að vilja selja raforku hærra verði og græða þar með á orkuauðlindunum loksins, að vilja að nýja stjórnarskráin fari fyrir dóm þjóðarinnar, að vilja tryggja að þjóðin fái meiri arð af sjávarauðlindinni, að vilja einfaldara regluverk utan um atvinnuvegina, setja fé í nýsköpunarsjóði, skapandi greinar, grænan iðnað … etc.,“ skrifar Guðmundur.

Vilja klára aðildar viðræður við eitthvað sem að sennilega verður ekki til fljótlega og verður ekki til nema að sameiginlegur komissar í Brussel ráði öllu það hafa verið háðar heimstyrjaldir til að koma því kerfi á. Höfðar ekki til mín..  Hvað ef Bretar yfirgefa sambandið þeir eru stór markaður fyrir okkur.

Hækka raforku og græða á auðlindunum þetta hlytur að vera komið úr smiðju Besta þetta hafa þeir gert svikalaust í Reykjavík þannig að orkureikningar mínir eru komnir fram úr hófi sé ekki tilgang í að hækka verð til eigenda auðlindanna til að geta leikið sér með það að eigin geðþótta betra að eiendur auðlindanna eigi bara sina peninga áfram. Höfðar ekki til mín.

Get sætt mig við að fá að fella stjórnlagatillögur þings sem að dæmt var ólöglegt og endurspeglaði ekki á nokkurn hátt vilja meirihluta þjóðarinnar að mínu mati.

Atlaga að kvótakerfinu er alltaf líkleg til vinsælda en hin einfalda aðgerð að setja 100% veiðiskyldu banna framsal og fara eftir lögunum um að það sé bannað að veðsetja aflaheimildir dugar alveg. Óskilgreint og höfðar ekki til mín.

Setja fé í hitt og þetta með fínum nöfnum hefur verið tíðkað af öllum flokkum og höfðar ekki til mín. Nysköpun er reynd hér á fullu en steindrepinn jafnóðum af stjórnvöldum skapandi greinar virðast vera orðinn einn af máttarstolpum þjóðfélagsins og ef þær eru svona öflugar finnst mér að þær ættu til dæmis að taka yfir rekstur Hörpunar en ekki láta almenning gera það. hvað er grænn iðnaður ?? er einhver iðnaður grænn kannski kartöflurækt þar sem skarni er áburður og hjólað er með afurðir á markað en varla þó því að það þarf að framleiða járn í hjólhestinn. Það þarf að labba með afurðirnar á markaðinn og í sauðskinsskóm þá er það sennilega grænt

Því miður er hér ekki framboðið á ferð sem að er mitt lausnarafl en kannski virkar það fyrir einhverja


mbl.is Nýtt fólk meldar sig daglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband