Það bráðvantar nyjan flokk.

Ég er sammála því að það vantar nýjan flokk en það vantar ekki einn enn vinstriviltan miðjuflokkin með ESB draumóra. Að mínu mati vantar alvöru hægri flokk. Flokk sem að er þeirrar skoðunar að skattar séu ekki vermætasköpun að ríkið eigi ekki að vera að vasast í hvers manns koppi, að 8 000 000 greiðsla á ári fyrir stjórnarsetu sé sóun á skattpeningum en ekki þóknun, að krónan sé dauður hlutur sem að synir gæði hagstjórnar og ekkert annað og að valdaafsal til ESB sé ekki lausnin á öllum vandamálum þjóðarinnar. Það er enginn hægri flokkur á Íslandi í dag einungis miðjumoðandi sósilískir krataflokkar og síðan afturhaldssinnaður vinstri flokkur. Til mótvægis að mínu mati þarf grjótharðan hægrisinnaðan flokk sem stendr vörð um almenning í landinu og frelsi hans til athafna og hikar ekki við að beyta lögum og reglu til að menn fari ekki fram úr sjálfum sér í frelsinu. Svona flokkk vantar sárlega hér á landi að mínu mati.
mbl.is Gríðarlegur áhugi á framboðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hægri eða vinstri eru úrelt hugtök.

En það sem þú ert að lýsa gæti að miklu leyti átt við t.d. Samtök Fullveldissinna.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.12.2011 kl. 14:15

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Rétt hjá þér Guðmundur Samtök Fullveldissinna komast nálægt því það er líka rétt að hægri og vinstri eru bara hugtök og ef ég man rétt til komin vegna setu manna á þingi það er hvoru megin þeir sátu. En það er að mínu mati alveg dagljóst að það vantar framboð sem að hefur einhverja trú á landi og þjóð og frelsi einstaklingsins Sjálfstæðisflokkurinn er ekki það afl að mínu mati í raun miðjuflokkkur finnst mér og eftir að það kom í ljós ða landsfundi að iðrun er ekki til staðar er hann ekki afl sem hefur mikinn kjörþokka alla vega ekki fyrir mig

Jón Aðalsteinn Jónsson, 3.12.2011 kl. 14:27

3 identicon

Er ekki verið að stofna einn "Besta Gumsið"?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 17:28

4 identicon

Gott mál, Jón Aðalsteinn, en getur þú nefnt einhvern einn einstakling, sem gæti t.d. verið formaður þessa nýja flokks og hefur nokkurnveginn óflekkað mannorð, því það er að sjálfsögðu skilyrði?

Þokkalega menntaður(ekki of miklar kröfur þar)vinnandi og virkur þátttakandi í efnahagslífinu sem vill FÓRNA SÉR FYRIR ÞJÓÐINA. Þeir fynnast ekki í stjórnmálum í dag, eins og allir vita og hefur ekki verið. Ert þú tilbúinn að reyna sjálfur án þess að fá hugsunarháttinn, fyrst kem ég og svo kem ég?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 10:30

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Athyglis verð spurning VJ það er málið það vantar einstaklinginn sem vill fórna sér síðan er spurning um hvað er óflekkað mannorð sumir vilja telja að venjulegar húsnæðisskuldir geri fólk ófært um að fjalla um þær og berjast fyrir réttlæti á því sviði.

Þetta síðasta er síðan verðugt rannsóknar efni hvort að einhver getur verið í þessu án þess að spillast auðvitað myndi maður vilja segja auðvitað gæti ég það en væri það alveg´öruggt og hvernig er hægt að koma íveg fyrir það

En hægri flokk vantar að mínu mati áður en allt verður bannað nema að það sé sérstaklega leyft og allir vinna hjá ríkinu sem síðan skaffar vasapening

Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.12.2011 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband