8.11.2011 | 15:14
Næst öflugasti iðnaður þjóðarinnar.
Ég sé enga ástæðu til að almúgi þessa lands borgi krónu í húsið. Hús sem að verður peninga hít næstu áratuga.
Það hefur verði vinsælt kjörorð að sá greiði sem nýti og einnig að þeir sem noti auðlyndir eða mengi greiði fyrir það eins er um annað og því finnst mér eðlilegt þar sem að Harpa fellur undir skapandi greinar að þær greinar sjái um að greiða af húsinu.
Ég vorkenni ekki iðnaði sem skilar meiri hagnaði í þjóðarbúið en allur annar iðnaður á landinu að sjávarútvegi undanskildum. Eða svo segja fréttir sagðar af iðnaðinum sjálfum,.
Ég vorkenni ekki grein í þvílíkum vexti og með þann hagnað að reka húsið sem byggt var fyrir hinar skapandi listir að vísu hefur komið fram að abba er ekki list eða hvort það er að fólk sem hlustar á Abba má ekki trufla fólk sem hlustar á Björk en fólk sem hlustar á Björk má trufla fólk sem hlustar á Abba. Þannig að nú þegar er búið að skipta niður hvaða dýr í skóginum eru velkomin í húsið eins og gert var fljótlega á ´Dýrabæ.
Öll dýrin jöfn hvað lol
Enn eins og fyrri daginn þá er þetta nú bara skoðun gamals sveitavargs sem eitt hefur starfsævinni við áþreifanlega verðmætasköpun og hefur varla vit á svona hámenningarlegum hlutum eins og eiga sér stað í ljóta húsinu við höfnina.
Harpa vill 730 milljóna lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já þetta er undarlegt með þessar "skapandi" greinar að það þurfi alltaf að vera að ausa peningum frá skattborgurum í þetta. Þannig að láglaunafólkið sem borgar skattana sína samviskusamlega en hefur ekki efni á því að fara á viðburði í Hörpu er að niðurgreiða miðana fyrir þá sem hafa efni á því.
Hreinn Sigurðsson, 8.11.2011 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.