3.11.2011 | 23:05
Vita ekki hvað þeir fara á mis við
Það er hið besta mál að þetta hefi verið tekið úr sölu þá verður bara meira fyrir okkur landann til að borða þetta er bráðhollur herramansmatur eitthvað annað en stríðaldir skíthopparar eða rykbarin vegalömb. Undirritaður hefur komist upp á lag með að elda hrefnukjöt og hver veit nema að það verði bara í jólamatinn hér á bæ og skötunni skipt út fyrir súrsað rengi. Gerist ekki hollara Íslenskt já takk. Vorkenni þó Evrópubúum sem fara á mis við þetta hollustu fæði en kannski er ástæðan sú að það er ekki hægt að skattlegja það vegna óhollustu heldur er þetta frumfæða án tilbúinna aukaefna og stuðlar því að langlífi sem er jú varla þjóðhagslega hagkvæmt nú um stundir eða hvað .
Hætt að selja hvalkjöt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég var með hrefnukjöt um síðustu jól, synir mínir borðuðu hjá mér og voru yfir sig hrifnir.............
Jóhann Elíasson, 3.11.2011 kl. 23:22
Ég borða hrefnukjöt þegar það er fáanlegt, það er mjög gott en ég kæmi nú ekki til með að hafa það á jólaborðinu. Þá er það rjúpan, gæsin og hreindýrið
Camel, 3.11.2011 kl. 23:56
Já ég borða það líka og finnst gott en það verður ekki jólamaturinn í ár. Annars er ég hálf orðlaus yfir þessum aðgerðum og finnst mér þær sína barnaskap og vanþroska.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.11.2011 kl. 00:19
Ætli maður haldi sig ekki við lambið á jólunum :)
Jón Aðalsteinn Jónsson, 4.11.2011 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.