Lénsherra nútímans

Það er orðin mín bjargfasta skoðun að það eigi að þjóðnýta allt lífeyrissjóðakerfi landmanna og steypa því í einn sjóð svipaðan Norska olíusjóðnum. Sjóðurinn á að vera sjálfstæð eining bókhald opið fjárfestingastefna gegnsæ og þeir sem ráðnir eru til að stjórna verði ráðnir af óvilhöllum aðila i opnu ferli jafnvel einfaldlega með netkosningu. Það væri þá hægt að segja þeim upp á sama hátt.

Í sjóðin gangi þeir hinir sömu peningar og í dag það er prósentutala frá atvinnurekanda og launþega.  Síðan verði tekin upp einn rikislífeyrir fyrir hvern einasta mann sá lífeyrir verði miðaður við atvinnuleysisbætur þú ert jú hættur að vinna og ert því atvinnulaus og því er ekki nema sanngjarnt að þú fáir atvinnuleysisbætur. Þetta gildi um alla forseta sem skúringakonur vilji fólk meira leggur það fyrir í séreignasparnaði. Það getur varla verið að sum okkar telji sig merkilegri en aðra það merkilegri að viðkomandi verðskuldi hærri greiðslur úr sameiginlegum sjóðum landsmanna við borgum jú flest það sama við bogum prósentu þannig að hlutfallslega er þetta svipað.

Svona væri hægt að losa um áhrif verkalýðshreyfingar atvinnurekenda og pólitíkusa yfir sjóðunum hægt að losna við helling af stjórnendum og einstaklingum sem að lifa á yfirbyggingu sjóðanna og jöfnuði væri náð.

Mitt álit er að í dag séu Lífeyrissjóðir eitt af þeim öflum sem að liggur einna þyngst á almúganum með því að standa í vegi fyrir afnámi verðtryggingar eða frystingu vísitölu Siðan eru þeir að reka fyrirtæki á samkeppnismarkaði og fara ekki í framkvæmdir nema að hægt sé að ná pening í gjöldum eins og veggjöldum af hinum almenna borgara Hinum almenna borgara sem að er á sama tíma framtíðar lífeyrisþegi og greiðandi dagsins í dag.

Þetta er eins og á miðöldum þegar að fólki var lofað himnasælu eftir vítisvist á jörðu skapaða af ráðandi kirkjuyfirvöldum og lénsherrum þess tíma.
Þá átti allt að vera betra hinumegin við andlátið.
Í dag er vítið það sama en himnaríki hefur verið skipt út og í staðin komið loforð um glæsta elli í boði lífeyrissjóðanna.
Sjóðana sem sennilega biðja síðan til máttarvalda í hljóði að meðalaldur lífeyrisþega verði nú ekki of hár og þeir hverfi sem fyrst á fund feðra sinna og íþyngi sjóðunum ekki um of með langlífi.

Einn lífeyrissjóður fyrir alla landmenn.


mbl.is Lífeyrissjóðurinn harðasti rukkarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eins og ég hef komið inn á hér áður tel ég lífeyrissjóðakerfið það "rotið og spillt" að það verði að stokka það alveg upp og þegar því er lokið eigi að vera, eins og þú segir, EINN LÍFEYRISSJÓÐUR FYRIR ALLA OG ALLT LANDIÐ..............................

Jóhann Elíasson, 3.11.2011 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband