Smá kaldhæðni.

Ég styð kröfu lögreglumanna til bættra kjara eins og ég styð kröfu samlanda minna til þess að lifa við betri kjör og mannsæmandi lífi hér á klakanum.
Það er þungt fyrir foreldra þessa lands að ástandið skuli vera þannig að börn þeirra tali ekki um annað en að flytja úr landi.

En það er ekki málið málið er það að ég og fleiri styðjum lögreglumenn sem síðan nýta sér þá staðreynd að vér almúginn ætlum að vera viðstödd þegar ómissandi fólkið mætir í vinnu að loknu sumarfrí sem var að vísu truflað smá. Þeir nýta sér þann þrýsting sem að þessi vitneskja skapar.

Lögreglumenn nýta sér óttan við þá sem sviknir hafa verið í bak og fyrir undanfarin ár. Þetta veldur því að það verður samið við lögreglumenn eða alla vega þeim verður talið trú um það eins og okkur hinum að það eigi að gera eitthvað.

Þetta leiðir til þess að sömu lögreglumenn og nú hafa stuðning okkar munu standa á bak við skildi og sjá til þess að engin komist nálægt ómissandi fólkinu á laugardaginn. Þeir munu beita því sem að kallað er hæfilegu valdi á okkur sem að studdum þá tveim dögum áður.
Þeir verða jú komnir í vinnuna og búið að lofa þeim betri kjörum sem verður síðan svikið eða getur einhver bent mér á ósvikið loforð þessarar ríkistjórnar.
Innganga í ESB er undanskilin:

Stenfa stjórnarinnar er í stuttu máli. Það sem þjóðin vill fær hún ekki það sem hún vill ekki skal hún éta.

Kaldhæðnin er að lögreglumennirnir sem að eiga stuðning okkar allra eru í raun að nota okkur sem styðjum þá sem skiptimynt í baráttunni sem er ekkert óeðlilegt.
En fórnarkostnaðurinn er að þeir þurfa að standa á laugardaginn og beita þá sem í raun styðja þá hóflegu valdi til varnar ómissandi fólkinu sem að ræður launaumslaginu þeirra.
Það má því segja að afkoma og baráttu mál okkar hinna séu fórnarkostnaðurinn.

Það  hefði verið svolítið sniðugt að við sem ekki erum í lögreglunni en viljum líka ná réttlæti hefðum slegið hring um stjórnvöld í dag til að verja þau fyrir kröfum lögreglumanna sem að kannski hefðu lánað okkur skildi og hlífar. 

Það hefði verið smá upplyfting og hægt að brosa að því sem ekki veitir nú af það er ekki svo margt sem að léttir fólki lundina á þrælaeyjunni nú um stundir.  Og rökrétt hefði það verið´. 


mbl.is Vinnuhópur um mál lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband