27.8.2011 | 12:09
Þriðja leiðin.
Þriðja leiðin er að spara í stjórnsyslunni skera niður þóþarfa nefndir og bitlinga sendiráð og tilgangslaus ferðalög á enþá tilganglausari fundi erlendis það er búið að finna upp Skype og tölvupóst þannig að endalausra nefnda og rástefnu setur sem ekkert kemur út úr eru gagnslausar. Síðan þurfa VG liðar að kveikja á því að til að geta hirt aura af liðinu þarf liðið að framleiða verðmæti en að standa gegn því virðist vera eitt aðalbaráttumál VG. Kannski þarf ekkert að skera níður eða hækka skatta Kannski er til þriðja leiðin og svo auðveldasta það er sú leið að losna við þá ríkisstjórn sem hér situr núna. Hef trú á að það væri ein öflugasta efnahagsaðgerð sem hægt væri að framkvæma.
Betra að hækka skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er sammála þér Jón. Það þarf að koma atvinnulífinu af stað reisa orkuver og iðnað sem nýtir orkuna. Þannig skapast ný störf og hagur ríkissins vænkar. VG liðar virðast hafa blinda trú á skattahækkanir. Það er alveg sama hver spurningin er, svar þeirra er alltaf að hækka skatta.
Hreinn Sigurðsson, 27.8.2011 kl. 12:45
Sammála! svo framarlega sem þeir sem tækju við höguðu sér ekki á sama hátt þ.e. sólunda fjármunum í alskyns gæluverkefni, halda við rándýrri utansíkisþjónustu ásamt því að ausa út fé í útlendingastofnun, mér þætti t.d gaman að vita hvers vegna útlendingar sem eru hér án þess að vera með pappíra um hverjir þeir eru, fái yfirleitt landvistarleyfi, ásamt framfærslu sem er hærri en okkar, svo á bara að hækka skatta.
Sandy, 27.8.2011 kl. 12:49
Ég hallast að því að það sem þú nefndir síðast sé rétti og eini kosturinn þ.e. að losna við þessa ríkisstjórn. Engin ríkisstjórn getur orðið verri en þessi.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 27.8.2011 kl. 13:10
Samála ykkur þetta er orðið eins og illa skrifað leikrit og stórhættulegt lagagleðin er hlaupin út í öfgar og það sem er leyft í dag er bannað á morgun allar tilraunir til að keyra skútuna upp úr brotinu eru drepnar niður af harðfylgi þetta einfaldlega gengur ekki lengur ég tel að við höfum ekki tíma til að bíða út kjörtímabilið
Jón Aðalsteinn Jónsson, 27.8.2011 kl. 14:04
Hætta að eyða peningum í vitleysu. Eins og bankakerfi sem eru allt of stórt fyrir þarfir lands og þjóðar.
Og vaxtagreiðslur sem nema yfir 20% af opinberum útgjöldum. Það er skattheimta á framtíðina án þess að í framtíðinni verði veitt nein þjónusta á móti.
Skattheimta án þess að veita þjónustu á móti er einfaldlega arðrán.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.8.2011 kl. 16:13
Heyr, heyr!
Óskar Guðmundsson, 27.8.2011 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.