Var þjóðin úti.

Ég sá á bloggi að almenning hafi verið meinuð innganga í messu piskups ég man ekki eftir að hafa séð það í fréttum og vildi gjarnan fá staðfest að svo væri.
Því sé í alvöru vilji til sátta og samkendar meðal þjóðarinnar hjá yfirvöldum sem ég reyndar stórlega efast um þá er það ekki rétta leiðin til þess.

Í gegnum tíðina hafa mikilmennin alltaf stigið niður til fólksins og öðlast sína virðingu þannig og vilji menn endurreisa virðingu sína þá þurfa þeir að gera slíkt. Það að loka sig af í ótta og einangrum verður aldrei líklegt til árangur og því fylgir engine trúverðugleiki.

Hafi því kirkjan verið lokuð almenning þá er það forkastanlegt og algjört brot á þeirri hefð sem ég hef talið að fylgdi kristni að guðshús skuli vera öllum opin ávalt.

Haldi yfirvöld að við almúginn búum ekki yfir nægri sjálfstjórn til að virða helgi kirkjunnar þá vil ég benda þeim sömu stjórnvöldum á að þau sitja enn sem að sýnir hvílíka sjálfstjórn við höfum.

En kannski halda þau mig sig og vita innst inni hvernig þau komust til valda og halda í fávísi sinni að við sem mótlæg þeim eru beiti sömu meðulum en svo hefur ekki verið hingað til og verður vonandi ekki.

Vilji biskup síðan vera hinn sanni forustumaður hinnar Íslensku þjóðkirkju þá er það hans skylda að halda henni opinni fyrir hinni Íslensku þjóð en ekki bara útvöldum og að tala um sömu framtíðarsín ef svo er er bara hjóm.

Eða hvað sagði yfirboðari hans hann sagði að hún ætti að vera opin öllum líka þeim sem væru syndum og kaunum hlaðnir. En það fer sennilega að teljast til synda í þessu þjóðfélagi að drjúpa ekki höfði í lotningu fyrir aðgerðum þeirra skötuhjúa sem hér ráða.

Þessi pistill minn byggist þo á því að rétt sé eftir haft að kirkjan hafi ekki verið opin öllum sé það ekki rétt biðst ég velvirðingar á þessu tuði.


mbl.is Biður þjóðina að horfa fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband