Vantar viðmiðun

Þegar verið er að bera kostnað á eldsneyti saman við önnur lönd þarf að gera það í fjölda mínútna sem þarf til að vinna fyrir hverjum lítra hjá samsvarandi hópi einstaklinga í þessum löndum. Annar samanburður er út í hött en einhvern vegin er talsmönnum félagslegs jafnréttis og velferðar ekki tamt til að grípa til þess samanburðar enda þeim arfaóhagstæður. Hvað er það sem síðan veldur hækkun húsnæðisverðs eru það húsakaup yfir 20000 Íslendinga á vanskilaskrá nei ætli það séu ekki eignaskipti banka og lífeyrissjóða alla vega grunar mig það eða þá fjáfestingar 6 % þjóðarinnar sem fékk yfir 90% af öllum innistæðutryggingum. Það er alla vega ekki alþyðan sem veldur þessari hækkun. En með henni lagast eignastaða banka og lífeyrissjóða. Sér engin neina samlíkingu með þessu og Ponsi skemanu sem viðgengst hér fyrir 2008 Mér finnst ég finna ólykt svona svipaða og ég fann þá.


mbl.is Álögur á eldsneyti lækka ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna komstu inn á punkt sem ég hef lengi haldið fram en það hefur ekki fengið neinar undirtektir hingað til.  Ég hef ekki tekið það saman en mig grunar að miðað við kaupmátt, SÉ ELDSNEYTISVERÐIÐ Á ÍSLANDI ÞAÐ HÆSTA Í EVRÓPU..........  

Jóhann Elíasson, 23.6.2011 kl. 23:38

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Sammála ykkur báðum að ofan.

Sumarliði Einar Daðason, 24.6.2011 kl. 00:32

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Sammála við verðum alltaf að bera bensínið saman við launin

Ómar Gíslason, 24.6.2011 kl. 01:12

4 Smámynd: corvus corax

Ég fer ekki ofan af því að eini raunhæfi kostur launþega í kjaramálum er VERÐTRYGGING LAUNA STRAX! Öll gjaldahlið heimilisreksturs er verðtryggð og gengistryggð í bak og fyrir en tekjuhliðin ótryggð. Þetta misræmi getur aldrei gengið upp og er skólabókardæmi um fáránlega hagstjórnun. Vekið helv.... verkalýðsforystuna til þessarar kröfu!

corvus corax, 24.6.2011 kl. 07:35

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það þyrfti að vera til einhver visitala sem wer svona vinnuvisitala í raun er hamborgaravísitalan nálægt því.
Kannski breytis sagan af þyrnirós í framtíðinni og verður sagan af verkalýðsforustunni sem svaf í heiola öld

Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.6.2011 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband