Allur þjófnaður kærður.

Mér datt í hug neytendavernd áðan. Ég þurfti að kaupa mér skó sem er eitt af þvi leiðinlegasta sem að ég geri eins og búðarráp almennt það er einna helst að ég finni hugarró í leikfangaverslunum og þá leikfangaverslunum sem selja kubba playmo og annað smálegt fyrir yngstu borgaranna því að þær vörur sem keyptar eru þar gleðja alltaf þá sem þær eru ætlaðar.

En það var neytendavernd sem hér um ræðir

Hafandi fundið mér ásættanlegt par af skóm á ásættanlegu verði rölti ég á kassann og greiddi vöruna milli kassa og hillu er ca mínútu gangur þegar kom að mér renndi afgreiðslustúlkan vörunni í gegn og upp kom talan og viti menn á þessari stuttu leið hafði parið hækkað um 1500 kall. Fyrr má nú vera verðbólga.
Það versta er að ég þagði ég horfði á fulltrúa verslunarinnar önnum kafna við að sjúga út úr tyggjóinu síðasta bragðið ,á þá sem voru á eftir mér í röðinni þegar farnir að hugsa getur helv gamalmennið ekki farið að draga upp veskið. Á þessum sekúndum sem liðu meðan að orðin voru á leið til varanna til að benda á þetta misræmi snérist mér hugur og ég tók upp veskið og borgaði þegjandi og hélt út á leiðinni labbaði ég framhjá skilti þar sem stendur á fleiri tungumálum en ég kann. "Allur þjófnaður í versluninni er kærður".

Hafandi sleppt því að vera gamall nöldrari rölti ég í matvörubúð í sama húsi því ískápurinn var orðin eitthvað tómlegur. Á rölti mínu gegnum þá verslun tók ég eftir breytingu sem er að verða í öllum verslunum og á að vera okkur neytendum til hagsbóta knúð í gegn af þar til bærum yfirvöldum. breytingu sem að ég tel að hafi þegar valdið hærra vöruverði og ég sé ekki að sé neytendum til hagsbóta á nokkurn hátt.  Það er að nú er bannað að forverðmerkja vöru.

Þetta hefur leitt til hækkunar á öllum þeim vörum sem að svo er um að mínu mati ég hef engar vísindalegar sannanir fyrir því aðrar en að uphæðin sem ég nota til að kaupa sömu vörur aftur og aftur hækkar sífelt. Það er siðan skipulega unnið að því að rugla neytandann í ríminu eða hver getur fundið verð á viðkomandi hlut í nánd við hlutinn. Hann er yfirleitt í þar næstu hillu.

Dæmi úr þessari ferð.
Auglysing um pulsur á fínu verði beint fyrir ofan stafla af gómsætum pylsum. Grillanganin kom í nasirnar og keyptar skildu pylsur enda verðið gott en það var bara ekki á þessum pylsum heldur öðrum sem voru aðeins lengra í burtu mun færri í pakka og pylsur allt annarrar gerðar. Hver hefur líka ekki séð verð á banönum í mörgum verslunum gerð a kostar X gerð b kostar 1,5X  miðarnir hlið við hlið og með smáu letri sést að ódýrari gerðin sé merkt með magabelti eða einhverju. Ég hef aldrei orðið var við ódyrari gerðinna í þeim verslunum sem að ég sé þetta.

En málið er að ég tel bann við forverðmerkingu vara hafa leitt til þess að þær hafi hækkað það gerir síðan neytandanum erfitt fyrir að sjá hvað skinku pakkinn kostar ef menn eiga bara 200 kall vilja þeir vita að pakkinn sem þeir halda á kostar ekki nema 200.  Það á að vera einhver búnaður til til að hægt sé a skanna þessar vörur en  hann hef ég séð í verslunum sem telja má á fingrum annarrar handar.

Ég tel líka ámælisvert að ekki hafi verið gripið til harðra aðgerða gegn verslunum sem að ekki hafa sama hilluverð og kassaverð því meðan svo er þá er ekki allur þjófnaðður kærður heldur bara valinn þjófnaður. Ef ég hefði labbað út með trefilstusku sem kostaði svipað og hækuninn á skonum var, væri ég nú komin á sakaskrá fyrir þjófnað.
En að taka sömu verðmæti af mér með mismun á hilluverði og kassaverði telst aldrei þjófnaður mesta lagi mistök ef það er á annað borð leiðrétt.

Mín skoðun er sú að þetta sé alltof algeng til að geta verið mistök þetta er ósiður sem stundaður er grímulaust í þeirri von að menn láti kjurt liggja eins og ég gerði í  dag.t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband