8.5.2011 | 12:12
Tvöföldum hringveginn.
Það er þeim sem mig þekkja ljóst að ég er andstæðingur þess að taka upp vegatolla á umferð um landið.
Það er mitt mat að best sé að hafa gjaldheimtuna í eldsneytinu þá borgar maður fyrir það sem maður keyrir hvar sem að maður keyrir. Ef farið er að taka gjaldheimtuna með tollum á vegum þá geta menn keyrt innan ákveðins svæðis og borga ekki neitt þó þarf að halda því vegakerfi við líka.
GPS staðsetningartæki þau sem Kristjáni Möller er tíðrætt um eru síðan afkvæmi 1984 væðingar stjórnarherra tuttugustu og fyrstu aldarinnar sem er ekki nóg að vera með lúkurnar í veskjum okkar til að moka þaðan því sem eftir er heldur vilja líka vera með nefið í aftursæti bifreiða okkar til að vita hvert við förum.
Það væri nú fínt fyrir atvinnuleysisstofnun að samkeyra GPS tölur og atvinnuleysisskrár og komast að því að Jónsi Jóns sem ekki mætti í skráningu á miðvikudaginn vegna bakverks var á landsbyggðar hóteli þann dag að njóta veðursins eða nágrannakonunnar.
En við lestur þessarar frétta sló niður hjá mér hugmynd að lausn. Þar sem Villi, Gylfi, Kristján og margir fleiri vilja nota lífeyrissjóðina okkar til að byggja smá vegarspotta svo að þeir geti rukkað okkur fyrir að keyra á öllum hinum vegunum af hverju þá ekki að leyfa þeim að leggja nýjan hringveg. Þá getum við sem ekki viljum borga endurreisn gjaldþrota verktakafyrirtækja og tap lífeyrissjóða í formi vegtolla keyrt þann gamla en hinir sem vilja borga með vegtollum farið þann nýja.
Ekki hægt segja sumir þetta er ekkert mál við litum bara eldsneyti vegatolla manna og séu þeir teknir á gamlaveginum bíða himin háar sektir.
Nýja hringvegin má síðan nefna Lífsbrautina til heiðurs lífeyrissjóðum sem margir heita Lífs eitthvað og gjaldhliðin gætu heitið Gullnu hliðin.
Einföld lausn á stóru vandamáli. Samgönguöryggi myndi líka aukast á sama hátt og raföryggi landsmanna gerði við byggingu byggðalínu tvö lokist annar vegurinn er hægt að opna á hinn og taka sanngjarnt gjald fyrir þegar menn skipta á milli.
Umferð um hringveg lokaðist eftir árekstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.