8.3.2011 | 11:59
Mikilvægt fyrir hverja
Ég verð að segja það að ég deili ekki skoðun með Mr Brian og ég tel hann í raun innfluttan friðþægingarpostula til að laga samvisku fámenns hóps fólks sem yfirgefið hefur Íslenska raunheima að mínu mati en þarf nú smá fullvissu um eigið ágæti.
"Með því að hætta að hugsa um fortíðina geti menn aukið verulega á ánægju sína enda verði fortíðinni ekki breytt og tilgangslaust sé að velta sér upp úr hverjum fjármálakreppan sé að kenna, sagði Tracy og vitnaði til fólks sem hefði ákveðið að taka ekki þátt í kreppunni"
Hver getur síðan ákveðið að taka ekki þátt í kreppunni hef ég val um það get ég ákveðið að borga ekki hærra vöruverð að lánin mín hækki ekki osfrv.
Hverjir græða á því að við hættum að leita sökudólganna ?
Mér finnst þetta sorglegur málflutningur við eigum ekki að gleyma neinu við eigum að muna og læra.
Að mínu mati er hér um að ræða trúarsamkomu þar sem fengin er trúboði til að reyna að sannfæra lýðinn um að best sé að halda áfram að moka grafirnar og vera ekki að agnúast út í þá sem settu allt til helvítis og eru að fá það sem að þeir klúðruðu til baka innpakkað í gjafaöskjur á hálfvirði, keypt með verðmætum sem að þeir öðluðust á þann máta sem flestum er að verða ljóst.
Við eigum ekki að velta okkur upp úr getulausu stjórnkerfi endalausum ráðningum bak við tjöldin mismunun á milli fyrirtækja, 40% launahækkun bankastjórnenda og lengi er hægt að telja áfram en hér skal látið staðar numið.
Nei það er mikilvægt að halda áfram að lýta til baka og læra af mistökunum og ætli menn ekki að læra þá þarf að troða lærdómnum í viðkomandi.
Taka ekki þátt í kreppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.