Kunna þau virkilega ekkert annað.

Það er magnað að eina sem velferðaröflunum dettur í hug þegar kemur í ljós að þau eru enn einu sinni með allt niðrum sig i endurreisninni er að hækka skatta.
Þau gala  já hækkum skatta, ja við verðum bara að hækka skatta. hækkum skatta á hátekjufólkið, á bensínið á matin á þessu á hinu það er engin önnur lausn á ferðinni í galtómu toppstykki velferðarinnar.

Hver er svo glæpurinn sem á að nota til að hækka skatta á þjóðinni jú það eru tveir bankastjórar sem hefur komið í ljós að hafa tekið sér dágóð laun og til að friða þjóðina þá hefst hátekjuskatt söngurinn, gallinn er bara sá að þjóðin er farin að sjá í gegnum þennan þvætting.
Hver eru síðan mörkin þau eru ekki við þau laun sem þeir hafa sem  um ræðir nei þau eru sett þannig að það náist í afturendann á sjómönnum og læknum ja svona 1200 000 sagði einhver.
Þessi upphæð er að verða sú upphæð sem að stór fjölskylda hér þarf til að lifa upprétt í hinu nýja Íslandi, við hin sem erum langt frá þessu erum í raun undir framfærslu mörkum.

Hneykslunin er bara uppgerð að mínu mati ég sé ekki annað en fullt af fólki sé í störfum á vegum velferðaraflanna bæði í bönkum og annarstaðar og fái vel greitt fyrir oftar en ekki eru greiðslurnar ynntar af hendi til einkahlutafélaga.
Væri ekki nær fyrir okkar duglausu hjörð stjórnmálamanna að taka á því vandamáli sem að einkahlutafélög og kennitöluflakk eru en kannski þar sé nef náið auga og ekki megi snerta.

Ég heyrði ekki betur í morgun en að sagt væri í Bylgjunni í Bítið að ef skattar yrðu hækkaðir myndu menn bara stofna einkahlutafélög og greiða sér laun þaðan til að komast hjá sköttum Það er ljóst að hinn almenni launamaður eins og til dæmis sjómenn geta ekki farið þá leið. Þannig að þessari skattahækkun hlýtur að vera beint að almenningi stjórnvöld vita að hinir þóknanlegu komast framhjá henni.

Í fréttinni segir að
"Launajöfnuður og réttlát tekjuskipting eru baráttumál íslensks félagshyggjufólks sem krefst þess að ofurlaunum verði mætt með viðeigandi sköttum.“

Þessi stefna getur vel verið um jöfnuð en hún er greinilega um að jafna öllu niður á við þangað til að engin getur lifað af því sem að hann eða hun aflar og allir versla þá í Matvöruverslun ríkisins sem að sami flokkur vill innleiða. 

Stefnan hefur ekkert með réttláta tekjuskiptingu að gera
Ég vildi gjarnan hafa jöfn laun og vélstjóri á úthaftogara eða loðnuskipi það er jöfnuður en það er ekki réttlæti þar sem að ég eiði ekki árinu á sjó ég vaki ekki heilu og hálfu sólarhringana eða rúlla um ósofinn í vitlausu veðri. Þannig að sá launamunur sem milli okkar er er fyllilega réttlætanlegur og í raun jöfnuður þar sem að annar leggur mun meira á sig en hinn til að bera meira úr býtum og ekkert réttlæti í að setja hátekjuskatt á hann fyrir það.
Alla vega er ég ekki fylgismaður þess. Ég er hins vegar fylgismaður þess að stjórnvöld hafi hemil á hirð þeirri sem er á beit í þjóðfélaginu á þeirra vegum og láti hana ekki ganga sjálfala nagandi landið niður að rót.

Hvernig var það svo var það ekki ríkistjórnin sem að setti lög um að laun forseta og handhafa þess valds skildu lækka. Laun forsetans lækkuðu en ekki hinna samkvæmt fréttum mér leikur hugur á að vita hvernig svona mistök geta hafa átt sér stað. Þarf ekki að fara að kenna heimilisbókhald á æðri stigum þjóðfélagsins ég tek eftir því ef ég fæ 5000 kalli meira eða minna. Eru svona mistök lögbrot og lögbrot að þiggja greiðslur sem manni eru ekki ætlaðar eða voru þetta aldrei nein lög eða tilmæli frá valdinu bara svona eitthvað til að friða okkur lyðin. Mér leikur forvitni á að vita það og biðst forláts ef að ég hef miskilið fréttina en þetta ver minn skiningur á henni.


mbl.is Ofurlaunum mætt með viðeigandi sköttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband