20.2.2011 | 20:37
Halda sig við efnið.
Held að Gylfi ætti að einbeita sér að því að ná samningum fyrir launafólk og held að hann þurfi að gera sér grein fyrir að dagar víns og rósa eru liðnir og launafólk sættir sig ekki við neina samninga sem lélegri eru heldur en þeir samningar sem að Dómarar fengu nú fyrir stuttu.
Því beini ég þeim tilmælum til launþega míns í þessu tilfelli Gylfa að hann einbeiti sér að komandi samningum. Haldi hann að staðan sé eitthvað verri nú en áður bendi ég honum á að hlusta á gamlar upptökur af viðtölum við forsvarsmenn atvinnulífsins þær eru allar eins. Það eru eintómar alt til andskotans ef launafólk fær kauphækkun ræður.
Ekki voru það þó kauphækkanir til alþýðu sem settu alt til andskotans ó nei það ver ekki alþýðan sem gammblaði með hlutabréf stofnaði skúffufyrirtæki faldi sjóði á aflandseyjum og svo framvegis nei það var ekki alþýða landsins heldur aðrir sem gerðu það.
Í hvaða samtökum ætli flestir þeirra hafi verið ?
Óvissa framlengd um nokkur ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.