12.1.2011 | 08:25
Samfélagsleg umræða
Undirritaður er frekar fylgjandi samfélagslegri umræðu.
En hví ekki að taka samfélagslega umræðu um verk umrædds ráðherra og afstöðu hennar til atvinnuumbyggingar í landinu við þá umræðu má bæta við afstöðu samstjórnarmanna hennar til alþýðu landsins. Það væri gott að vita af hverju hér skal allt fara norður og niður því ekki er annað að sjá að það sé stefnan og stefna er sjaldnast keyrð nema verið sé á vegferð að einhverju marki.
Því tel ég meiri þörf á því að það fari fram samfélagsleg umræða sem snýr að því að bæta hag fólksins í landinu. Síðan verður fróðlegt að sjá hvort að hraun og klettar eigi hraðari leið gegnum ríkisstjórnina en þegnar þessa lands. Það er hinir venjulegu miðstéttar þegnar sem að ríkisstjórnin er að reyna að útríma.
Þörf á ítarlegri umræðu um stjórnsýslu Orkustofnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.