Mikið grín mikið gaman.

Í fréttinni segir:


"Jón Gnarr borgarstjóri sagðist vona að borgaryfirvöldum og fjölskyldum unglinganna muni takast að taka höndum saman um að skapa þessum aldurshópi verðug verkefni næsta sumar.

Ein leið að því takmarki gæti falist í þátttöku fjölskyldna í ræktun í svokölluðum fjölskyldugörðum sem verði reknir á grunni gömlu skólagarðanna. Þar geti fjölskyldur sameinast um matjurtaræktun."

Stundir við garðrækt með börnunum í görðunum áður fyrr voru skemmtilegar og ekkert nema gott um það að segja en því miður er það nú þannig í dag að þá sem enn hafa vinnu arðræna stjórnvöld til sjávar og sveita svo hart að þeir þakka fyrir að geta þó átt fyrir grænmeti og káli til að éta og taka það framm yfir að stinga því niður í jörðina og bíða í mánuði eftir að það komi upp.
Fólk á nóg með að láta launin duga mánuðinn hað þá að það geti sett þau í jörðu og beðið eftir að það spretti upp af þeim eitthvað manna.

Þeir sem enga vinnu hafa eru undir sömu sök seldir ég veit ekki til að fjölskylduhjálpin útdeili útsæði. En kannski verður það ein af lausnum velferðarstjórnarinnar og besta flokksins að útdeila fræjum og útsæði svo að fólk þurfi að hafa fyrir matnum en sé ekki hangandi fyrir utan matarúthlutanir sem eru borginni kostnaðarsamar enda er það ekki á hennar ábyrgð að fólk hafi til matar í borginni, eftir því sem einn fulltrúi hennar mælti í sumar.

En kannski sjást í skólagörðunum næsta vor Porsche og Bens jeppar og stöku Hummer þar sem ánægðir foreldrarsitja og horfa á atvinnulausa landa sína í átaksverkefninu hjálpum börnum fjármagnsins að ávaxta fræ sín og kennum atvinnulausa liðinu að vinnan gerir mannin frjálsan.

Ja hvur veit það væri alla vega að slá tvær flugur í einu höggi.


mbl.is Enginn vinnuskóli fyrir 8. bekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband