24.11.2010 | 15:36
Brunaliðið
Ég er á leiðinni söng brunaliðið einu sinni.
Nú syngur velferðarstjórnin sama lagið "Ég er á leiðinni alltaf á leiðinni"
Aðalvandi velferðastjórnarinnar er að hún hefur þó ekki hugmynd um hvert hún er að fara og kemur því með að vera á ferðinni til eilífðar rétt eins og Hollendingurinn fljúgandi.
Ég vil síðan biðja hið upprunalega Brunalið afsökunar á samlíkingunni reyndar slökkviliðið líka til vonar og vara.
Því það Brunalið sem að ég vísa til hér er lagnara við að kveikja elda en slökkva,veit ekkert hvert það er að fara,því síður hvar það er statt hjálpar engum nema sérvöldum og á því enga samleið með hinum lagvissu Brunaliðsmönnum eða hinum ratvísu og hjálpsömu slökkviliðsmönnum sem hjálpa öllum jafnt og slökkva elda í húsum vorum.
Svona er það nú bara.
Hvenær kemur lausnin á skuldavanda heimilanna? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það ættu allir Íslendingar að vera búnir að gera sér grein fyrir því fyrir löngu síðan að það hefur aldrei staðið til af hálfu ríkisstjórnarmafíunnar að finna neina lausn á skuldavanda heimilanna. Steingrímur Joð og Jóhanna Sig eru gjörsamlega upptekin af því að hygla fjármagnseigendum og glæpahyskinu sem stjórnar bönkunum og hinum fjárglæpafyrirtækjunum. Það er ekki í myndinni að koma með neina leiðréttingu fyrir heimilin í landinu af því að ríkisstjórnarmafían hefur ákveðið í samráði við AGS að láta almenning borga brúsann af hruninu en afskrifa milljarðaskuldir glæpamannanna og færa þeim fyrirtækin skuldhreinsuð aftur á silfurfati og lána þeim milljarða um leið til að braska með sbr. afgreiðslu ríkisbankans Nýja Landsbankans til útgerðarfélags nýverið. Bendi á af gefnu tilefni að fjármálaráðherra hefur allt um gerðir Landsbankans að segja ef hann bara vill. En hann vill ekki skipta sér af vegna þess að bankinn er að gera nákvæmlega það sem fjármálaráðherrann vill. Og svo þurfum við auðvitað að borga IceSave og það ætlar fjármálafáráðurinn líka að láta heimilin borga.
corvus corax, 24.11.2010 kl. 15:50
Já Corvus og hann ætlar að láta okkur borga miklu meira Lífeyrissjóðirnir ætla líka að láta okkur borga miklu meira en hverjir borga svo þegar við eigum ekki meira til ???????????????????
Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.11.2010 kl. 15:59
Þegar við eigum ekki meira verður borgunarskyldunni varpað yfir á börnin okkar og barnabörn og barnabarnabörn og barnabarnabarna...............
corvus corax, 24.11.2010 kl. 17:23
Svo er hitt lagið sem hún syngur. Það eru allir aðrir með leiðindi, alltaf með leiðindi.
Hreinn Sigurðsson, 29.11.2010 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.