Stjórna fjármálastofnanir landinu.

Mér er bara slétt sama þó að það sé andstaða hjá þessum stofnunum við þessar aðgerðir það er andstaða hjá almenningi gagnvart því að gera það ekki og eru ekki lífeyrissjóðirnir í eigu okkar landsmanna nóg er talað um það svo ef að meiri hluti okkar vill fara þessa leið þá á að fara hana því eins og sagt er þetta eru sjóðirnir okkar.

Það á einfaldlega að leiðrétta það sem var oftekið með snúning á hagkerfinu það er ekkert flókið og ætti að vera létt verk fyrir forystumennina álíka létt og að taka ákvarðanir um fjárfestingar Framkvæmdasjóðsins og að koma með tilögur um hækkun lífeyrisgjalda í formi vegskatta.

Ég er farin að velta því fyrir mér hvort að lausnin sé stofnun nýs banka nýs lífeyrissjóðs og endurvakning verslunarfélaga og kaupfélaga til að sundra hinu alt um lykjandi kerfi hér.

Tekið skal fram að bloggari er ekki með lífeyrissjóðslán og önnur lán innan vel viðráðanlegra marka og sennilega tapar undirritaður ef leiðrétt er en það tap er tap af einhverju sem er búið til af mannavöldum og hefur aldrei verið eign mín og telst  því varla tap.


mbl.is Sterk andstaða gegn flatri lækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband