Landsbyggðin snúi vörn í sókn

Það hefur komið fram að legupláss séu í sumum tilfellum ódyrari á landsbyggðinni. Er ekki málið að snúa þróuninni við og landsbyggðin yfirtaki rekstur þessa stofnanna svo að ríkið geti sparað og flutt aldraða þéttbylisbúa hreppafluttningum út á land eins og það virðist mega flytja aldraða landbyggðarbúa hreppaflutningum. Þetta yrði atvinnuskapandi á landsbyggðinni og hrein byggðastefna og peningar myndu sparast. 
mbl.is Hollvinir lentu í hremmingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr. Haf þú þakkir fyrir góða færslu.

Ps. Öldruð kona sem var að koma af samkomu aldraða á Akureyri sagði að einn í hópnum gæti ekki skilið hvers vegna stjórnvöld færu ekki alla leið það væri bara einfaldara, "skjóta okkur strax það myndi spara stór fé"!

Sigurður Haraldsson, 11.11.2010 kl. 23:27

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í það minnsta er nægt framboð af húsnæði fyrir aldraða víðs vegar á landsbyggðinni. Það væri allt í lagi að skoða þau mál með opnum huga að flytja aldraða út á land. Það mætti einfaldlega gera á þessu könnun hjá okkur þessum gömlu. Mörg okkar eru aðflutt í Reykjavík og í dag eru samgöngur ekki mikil fyrirstaða.

Árni Gunnarsson, 11.11.2010 kl. 23:51

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála enda að eldast sjálfur síðan myndi lífeyrissjóðirnir græða á afkomendunum þegar þeir heimsækja okkur því þá greiða þeir veggjöld sem að sjóðirnir myndu að sjálfsögðu nota til að hækka lífeyririnn okkar ekki myndu þeir nota þau í fjárfestingar sem tapa miljón á klukkutíman svol gera þeir ekki

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.11.2010 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband