Hin Íslenska þrælslund.

Ég verð að viðurkenna að ég hef verið hugsi síðustu daga sem er ekki gott því ég á til að verða þögull og innundir mig svona eins og fimmtugur tarfur í rósabeði á sumardegi þegar ég lendi í djúphugsun.

Það sem er að rúlla í grágrautnum milli eyrna minna er löngunin til að finna ástæðuna fyrir því hve auðvelt er að halda þessari þjóð niðri og hefur alltaf verið.

Það velkist enginn í vafa um að hér náðu öfl, sem einungis hugsuðu um eigin hag og að ná eins miklu til sín og hægt var, lykilstöðu og sugu allt fjármagn sem safnast hafði í Íslensku þjóðfélagi til sín.

Hér brugðust öll stjórntæki annað hvort vegna meðvirkni, vangetu eða það að þeir sem fóru með þau voru allt of nátengdir því sem átti sér stað. Það velkist held ég engin í vafa um það heldur að þegar svona atburðir hafa átt sér stað þá þarf að leiðrétta óréttlætið og refsa þeim seku.
Hér hefur hvorugt verið gert og virðist ekki standa til að gera það.
Þeir sem bera ábyrgð á því að þessar aðgerðir séu framkvæmdar virðast ekki hafa nokkurn áhuga á því og komast létt upp með það. 
Ég tel að þeir komist upp með það vegna þess hvernig við almenningur erum.

Flestum okkar finnst í góðu lagi að lán hafi hækkað ótæpilega enda séu þeir sem það bitnar á eintómir óreiðumenn fjársukkarar og kunni ekkert með pening að fara annað en við hin,

Flestir okkar eru þeirrar skoðunar að í röðum sem að bíða eftir mat sé upp til hópa fólk sem að sér sér hag í að fá frían mat svíki út úr bótakerfinu eða þá hafi komið sér þangað vegna þess að það tilheyri hópnum hér að ofan svo  bara gott á það já og sumir þeirra komu á bíl og eru í úlpu sem virðist vera nýleg.

Hver hefur ekki heyrt þegar rædd er um einhvern sem er í vandræðum. En hvað er hann að væla ég sá hann í verslun um daginn að kaupa í matinn og það var sko meira en haframjöl

Það hefur selst upp í utanlandsferðir er sagt og það er notað til að segja að hér sé nú ekki fátækt  Það hefur þó engin staðreynt svo ég viti hvort að það er sölutrix eða staðreynd.

Já og svo fer fólk enn í bíó.

Og áfram má telja okkur finnst sjálfasagt að fólk sem hefur lent í vandræðum sé svipt kortum og því sem við teljum almenn mannréttindi þó að ég skilji ekki ástæðuna fyrir því að svipta fólk staðgreiðslukortum.

Okkur finnst sjálfsagt að fólk sé borið út.

Velferðarsviðum finnst matargjafir slæva sjálfsbjargarviðleitni

Okkur finnst þetta allt sjálfsagt af því að það kemur fyrir einhverja aðra einhverja óskilgreinda óreiðupésa sem ekkert eiga betra skilið og geta sjálfum sér um kennt.
Við erum gjörsamlega sneidd samkennd og umhyggju fyrir náunga okkar í raun hópur sjálfsánægðra einstaklinga sem einungis hugsar um sjálfan sig og ekkert annað.

Þess vegna er það létt verk fyrir þá sem stjórna að reka fleyg á milli fólks því er talið trú um að það megi ekkert leiðrétta því að það komi niður á okkur hinum við séum jú eigendur fjármagnsins sem að yrði notað til að leiðrétta hjá hrunliðinu og það muni skerða lífeyrir okkar í ellinni.

Við gleypum við þessu eins og þorskur makríl stubb á öngli og stöndum þétt við bakið á okkar mönnum sem verja réttindi vor en eru í raun þeir sömu aðilar og leiddu þær fjárfestingar sem að engin veit enn þá hvað í raun ollu miklu tapi.

Við erum auðleidd hjörð föst í eigin innri von um að geta hagnast örlítið sjálf og því nokkuð slétt sama hvað verður um nágranna okkar.

Sennilega eru þetta innræktuð gen frá því að við vorum víkingar og sá sem hljóp hraðast og rændi mestu hafði það best eða þrællinn sem sleikti afturenda húsbónda síns mest hafði von um frelsi og sá lifði af sem að át allar hvannaræturnar og lamdi hina frá fæðunni. 

Mér persónulega finnst okkur vanta samkenndar, nægjusemdar og sjálfsvirðingar gen.

Síðan má spyrja sig hvort að við séum í raun stolt þjóð full sjálfsvirðingar sem að heldur vill bíða hel heldur en viðurkenna að við þurfum að leita til annarra og halla okkur að þeim okkur til hjálpar kannski að það sé ástæðan.

Enginn finn ég svörin en sit uppi með hugsanirnar sem urðu að hluta til á Austurvelli þar sem að ég stóð kl 6 og horfði á hinn fámenna hóp fólks sem að mættur var.
Mér var þó tjáð að fleiri hefðu verið fyrr um daginn.

Þegar ég leit yfir hópinn saknaði ég þeirra 8000 sem mætt höfðu mánuði fyrr og er búið að hafa að fíflum síðan, Ég saknaði þeirra 1100 sem að stóðu í biðröð eftir mat í síðustu úthlutun. Ég saknaði þeirra 16000 sem eru án atvinnu og ég saknaði hins mikla fjölda sem að ég vil trúa að vilji að réttlæti og jöfnuður ríki hér á landi. Ég leit yfir hinn fámenna hóp á vellinum og örþreytta tunnuhermenn og hugsaði með mér er nema von að það hafi verið bros á ráðherranum sem að ég mætti á Geirsgötunni áðan.

Vér Íslendingar virðumst enn um stund ætla að vera fastir í því helsi sem að okkar eigin hugsun og sál hefur lagt á okkur okkur virðist fyrir munað að hrista af okkur þrælslundina og munum súpa seiði af því uns við lærum nyja hugsun.

Við þurfum ekki nyja stjórnarskrá við þurfum hvert og eitt að endurnyja okkar eigin hugsun og síðan mættu stjórnendur okkar fylgja gömlu stjórnarskránni betur ny gagnast ekkert betur ef engin virðir hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband