4.11.2010 | 22:04
Er allt í plati.
Ég verð að viðurkenna það að þar sem að ég stóð í kuldanum á Austurvelli í dag þá hvarflaði að mér hvort að mig hefði einfaldlega dreymt að hér væru einhver vandræði í gangi. Að vísu var klukkan farin að halla í fimm síðan varð hún sex og vel gengin í sjö þá hélt ég heim. Á torginu við styttu Jóns nafna míns voru nefnilega sárafáir mættir til að mótmæla því ástandi sem að er í þjóðfélaginu.
Hvers vegna skildi það vera hvers vegna mæta þúsundir manna á gleðigöngu hvers vegna mæta þúsundir til að styðja málstað kvenna en þegar á að styðja málstað heimilanna barnanna okkar eða sýna andúð á meðferð eldra fólks þá mæta fáir. Er fólki virkilega sama um þessi atriði erum við orðin svo innan tóm og andlega dauð að okkur skiptir engu máli hvernig framtíð við búum hinum almenna borgara hér á landi.
VIð stökkvum upp til að styðja konur og samkynhneigða sem eru hvoru tveggja hið þarfasta mál en okkur er fyrir munað að styðja fjöldann okkur sjálf og nágranna okkar. Er það öfundsýki sem veldur hræðsla við að nágranni okkar gæti grætt aðeins meira á því en við er það illgirni að því taginu að þetta var nú gott á óráðsíufólkið enda sagði ég þetta alltaf því var andskotans nær og svo keypti það sér flatskjá.
Ég skil þetta ekki alveg en ég skil vel hroka og stærilæti forsvarsmanna okkar sem sjá samstöðuleysið og vita að þau komast upp með hvað sem er. Þau komast upp með að láta loka kortum og reikningum fólks sem þarf i hina rómuðu greiðsluaðlögun þau komast upp með að láta rukka fólk um ólöglega dráttarvexti af ólöglegum lánum aftur í tíman þau komast um með allt.
Hvers vegna jú vegna þess að við erum ósamstæðar rolur sem gerum ekki neitt hvað oft sem stappað er á okkur. Ég var frekar dapur í bragði er ég hélt heim.
Á leiðinni á staðin mætti ég einum ráðherranum og ég er ekki frá því að hann hafi brosað eftir að ég hafði eitt tíma mínum á vellinum skildi ég hvers vegna. Hann var viss um það að eftirlaunin hans verða óskert hann getur enn ráðið vini sína í þær stöður sem hann vill hann þarf ekki að óttast að neitt breytist.
Ég hvet menn og konur til að líta í eigin barm og spyrja sjálfa sig að því hvers vegna ekki sé meiri samkennd með náunganum á þessu landi heldur en raun ber vitni. Okkur hollt að muna að þó við séum örugg í dag heldur fallið áfram þangað til komið er að okkur eftir því sem fleiri falla því færri eru þeir sem hægt er að níðast á og ein daginn er komið að okkur í röðinni.
Það var líka athyglisvert að þegar ég lagði af stað á völlinn sagði í einni útvarpstöðinni að mótmælum væri lokið einni þeirri sömu stöð og hér á árum áður talaði frekar upp mótmæli en niður. En kannski eru sum mótmæli meira þóknanleg en önnur.
Mótmælendur halda heim á leið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.