Líst illa á þetta.

Mér líst illa á ýmislegt þessa dagana til dæmis þá staðreynd að það virðist ekki nóg til að fá stjórnvöld til að hugsa að þúsundir manna mæti á Austurvöll sennilega þurfum við að mæta þar enn fleiri og er nokkuð annað í stöðunni en að drífa í því á laugardaginn alla vega er ég til.

Það  er margt athyglisvert í þessari umræðu eins og til dæmis hinn stöðugi áróður fjölmiðla um hið mikla tap af því að leiðrétta forsendubrestinn sem er jú af mannavöldum. Það er líka athyglisvert að Rúv ítrekar í hverri fréttinni á fætur annarri að þetta lendi á skattgreiðendum en eru skuldarar ekki líka skattgreiðendur ég vildi gjarnan fá það staðfest að þeir séu það ekki og mun ég samstundis sækja um undanþágu frá skatti vegna húsnæðisláns míns. Þeir sem um málin fjalla forðast síðan eins og köttur heitan graut að minnast á hvað verður ef ekkert er gert og allir fara.

Ég sé ekki annað í stöðunni en að hinn almenni borgari taki málin í sínar hendur það er búið að prófa að koma vinstri mönnum til valda það er búið að prófa að koma leikurum og skemmtikröftum til valda og hvorugt virkar. Ég sé því ekkert annað í stöðunni en miðstéttin hinn almenni launamaður sem er í raun hin þögli burðarás hvers þjóðfélags rísi upp og komi á koppinn þeim breytingum sem þarf og uni sér ekki hvíldar fyrr en hér er risið upp þjóðfélag sem einhver reisn er af.

Ef ekki er hægt að hrófla við neinu vegna eignarréttar er lausnin kannski að ógilda neyðarlögin og fara að þeim leikreglum sem að áttu að gilda strax í upphafi. Of seint segja sumir ég sé það ekki það er hægt að rukka skuldara afturvirkt með dómi Hæstaréttar því ætti að vera leikur einn að taka neyðarlögin til baka og byggja upp út frá því.

Eins og sagt er í fótboltanum segi ég nú Allir á völlinn til sigurs.


mbl.is Líst illa á almenna niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Það er enn dýrara fyrir mig sem skattgreiðanda að borga bara leiðréttingu á annarra manna lánum og fá enga leiðréttingu sjálfur.  kveðja af sjónum.  Hreinn

Hreinn Sigurðsson, 13.10.2010 kl. 22:42

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessaður
Og hvað ætli það verði dyrt fyrir okkur ef ekkert er gert því þá fækkar þeim sem að halda uppi þjóðfélaginu ef við sitjum uppi með hátt í 30000 manns utangátta í þjóðfélaginu þá tel ég að það verði lítil hjálp í því að hafa lifað samkvæmt þeim gömlu gildum sem manni voru kennd. Er orðin þeirrar skoðunar að það verði að gera alsherjar uppskurð til að koma fleyinu af stað. Ef ég man rétt þá þurfti minni fortölur til okkar góðu sjóða þegar þeir voru að kaupa bréf í hinum öflugu fyrirtækjum og við skulum ekki minnast á Framtakssjóðin og þær fjárfestingar sem hann er að ráðast í

Jón Aðalsteinn Jónsson, 13.10.2010 kl. 23:09

3 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Já þá hikuðu menn ekki við að gambla með þessa sameiginlegu sjóði launafólks þegar kaupa átti fallít fyrirtæki sem sum hver hafa engann tilverurétt í dag þar sem að á sama markaði eru fyrirtæki sem eru vel rekin.

Hreinn Sigurðsson, 14.10.2010 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband