Hugsunarleysi.

Það virðist vera mikið hugsunarleysi í gangi í þessum tillögum eða kannski tillitsleysi eða kannski bara það að landsbyggðin liggur vel við höggi.

Fyrir ekkert mjög mörgum árum varð hörmulegt sjóslys i Vaðlavik hvert voru skipbrotmennirnir fluttir var  það ekki á sjúkrahúsið á  Norðfirði og var fært eitthvað annað.

Hvað er lokað til Vestfjarða marga daga á ári?

Hvað er oft þoka sem hamlar flugi til Eyja

Síðan er eitt sem er ekkert í umræðunni alla vega hef ég ekki heyrt það. Sú staðreynd að þegar við veikjumst þá er eitt af því sem að er okkur mikilvægast samveran við okkar nánustu sú samvera og nánd getur skipt sköpum um bata eða ekki þrátt fyrir alla hátækni.
Það getur vel verið að það sé ódýrara fyrir ríkið að hafa eina hátækni sög í Reykjavík til að búta landsmenn niður en þá er búið að velta aukakostnaðinum yfir á sjúklinga og aðstandendur. Það er þeim kostnaði sem fylgir því að veita ættingjum og vinum þann stuðning og ástúð  sem felst í nærveru. Varla borgar ríkið þann kostnað og vinnutap sem felst í því fyrir ættingja að fara þvert yfir landið til að sitja hjá sínum nánustu jafnvel síðustu andartökin. Þessir sjúklingar njóta síðan ekki þeirra sjálfsögðu mannréttinda að vinir og vandamenn geti litið inn eftir vinnu.

EN það þarf jú að spara annars getum við ekki klárað Hörpuna eða ráðið vini í stöður sótt um aðild að ESB og svo ótalmargt annað mikilvægara en að létta meðbræðrum okkar utan af landi erfiðar stundir.


mbl.is Mótmæla niðurskurði harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Hugsunarleysi eða kæruleysi eða mannvonska.  Stjórnarflokkarnir eru að eyðileggja landið og rústa lífum manna. 

Elle_, 10.10.2010 kl. 21:19

2 Smámynd: Gísli Birgir Ómarsson

Vel mælt !!!

Gísli Birgir Ómarsson, 11.10.2010 kl. 00:28

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jón þetta er góð grein hjá þér, takk fyrir

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 11.10.2010 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband