Að spyrja réttu spurninganna.

"Nái hugmyndir stjórnvalda og Hagsmunasamtaka heimilanna fram að ganga, um almenna niðurfærslu á höfuðstól íbúðalána, gæti þurft að afskrifa um 220 milljarða króna"

"Verði höfuðstóll lánanna færður niður um 18% gæti það þýtt afskriftir upp á 130 milljarða hjá Íbúðalánasjóði, nærri 60 milljarða hjá bönkunum og rúma 30 milljarða hjá lífeyrissjóðunum."

Ég tel að hér litið á málið frá öfugum enda eiginlega horft á það með rassgatinu. Því þessum fullyrðingum er hellt yfir okkur daglega af þar til gerðum áróðursvélum sérhönnuðum til að mata okkur af staðreyndum sem henta þeim sem vinna dag og nótt við að koma eignum og sparnaði okkar landsmanna í sínar hendur.
Ekkert er til sparað fullyrðingar eins og að eignakerfið sé gengið sér til húðar og tími leigumarkaðar upprunnin leigumarkaðar þar sem að náttúrulega þeir sem útvaldir eru eiga leiguhúsnæðið. Þessar fullyrðingar eru einfaldlega kjaftæði bullað til að slá ryki í augu fólks meðan verið er að klára eignaupptökuna.

Margt fleira gæti ég sagt en nú er komin matur og best að éta án þess að vera reiður það er vont fyrir meltinguna.

En hver er rétta spurningin að mínu mati jú hún er þessi.

Hvað kostar það íbúðalánasjóð banka og lífeyrissjóði að gera ekki neitt.  Ekki borga íbúðir sem teknar hafa verið af fólki rentu í þessa sjóði það er ekki er hægt að lána hinu sama gjaldþrota fólki til að kaupa þessa íbúðir .

Það er sennilega meira rauntap af því að fara ekki niðurfærsluleiðina heldur en sá sýndargróði sem fæst af því að halda  ímynduðum inneignum á lofti það er jafn mikið hjóm og nýju fötin keisarans og þeim sem íklæðast þannig klæðnaði verður kalt á sprellanum.


Það skildi þó ekki vera að þessar stofnanir ætli að leigja fólkinu sem búið er að henda út íbúðirnar. Þá vil ég benda þessum sömu stofnunum á að líta á landsbyggðina hvers vegna er til sölu heil blokk á Raufarhöfn jú fólkið fer það sama mun gerast hér fyrir sunnan fólkið fer og nú úr landi.

Burt með þetta óhæfa lið sem að stjórnar okkur það er komin tími á Austurvöll aftur.


mbl.is Afskrifa þyrfti 220 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband