22.9.2010 | 21:23
Innantómir frasar?
Ræða forsætisráðherra vor hljómaði vel en mér finnst orðin innatóm þegar ég horfi á fréttir og lít í kringum mig. Finnst í raun að hún sé sami innantómi frasin og okkur er daglega boðið upp á.
Samkvæmt fréttum "Sagði Jóhanna, að ekkert barn mætti vera heimilislaust, skorta mat og drykkjarvatn, fara á mis við skólagöngu eða þjást af sjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir."
Mér er spurn hvort tvífari Jóhönnu hafi verið hér á landi undanfarið sú sem talaði í útlöndum virðist ekki hafa séð biðraðirnar við matargjafir þegna þeirrar Jóhönnu sem að hér ræður ríkjum.
Kastljós kvöldsins með viðtalinu við mann sem misst hafði allt sitt og var boðið að leigja það aftur á þrefaldri þeirri upphæð sem að hann gat ekki borgað á mánuði var í einu orði sorglegt.
Ég skammast mín fyrir landið sem að ég bý í þegar ég hlusta á svona fréttir land sem miðað við framleiðslu ætti að geta brauðfætt alla sína þegna án vandkvæða.
Víst varð hér hrun en það bitnar bara á sumum aðrir fengu allt sitt og meira til bætt skammlaust og stjórnvöld standa grimmilega vörð um þær ráðstafanir og vilji menn kafa dýpra í þau mál er borið við bankaleynd. Hverju þarf að leyna það á að leggja öll spilin á borðið líka spilin í rannsóknarnefnd Alþingis.
Mér finnst athyglisvert að lesa grein í Fréttablaðinu við þingkonu sem vill Ísland sem miðstöð frjálsra upplýsinga en á sama tíma veit ég ekki betur en að hún sé ein af þeim sem að styður það að það sé leynd yfir þeim gögnum sem á að nota til að dæma 3 til 4 einstaklinga. Mér finnst það skrytið.
Sennilega veit ég ekkert um svona mál enda bara iðnmenntaður sem að er víst ekki fínt í dag alla vega tók talsmaður hljóðreiðasinna í Kastljósinu fram að þar væri um samtök velmenntaðra lögfræðinga og verkfræðinga að ræða sennilega voru skilaboðin sú að við sem að þó kunnum að stilla skiptinguna á hjólinu gera við dekkin og strekkja keðjurnar á því sem að er á milli fót þeirra þegar þau ferðast að við höfum ekki greind eða getu til að kjósa okkur ferðamáta. Alla vega verð ég að viðurkenna að mér fundust ummælin dulítið spes en eflaust vel meint.
Ég get þó ekki að því gert að ég og kannski bara ég er búin að fá upp í kok af því sem að gengur hér á þessa dagana kannski er ég sá eini sem að finnst eitthvað rangt við að hátt í 40.000 fjölskyldur séu að lenda í greiðsluerfiðleikum, að fólk standi í löngum biðröðum við að fá mat, að laun varafulltrúa séu hækkuð þannig að kostar 2,5 sinum þá upphæð á ársgrundvelli sem að á að nota til að styrkja fátæka, að afskrifaðar séu skuldir upp á tugi miljóna jafnvel hundruð af sumum sem svo halda öllu sínu meðan þeir sem voru svo óheppnir að verða veikir lenda á götunni, að miljörðum sé eitt í umsókn að klúbb bara til að athuga hvort að við viljum kannski vera með og það er ótalmargt fleira sem að mér finnst rangt þessa dagana.
Kannski er það bara mér sem finnst það rangt kannski er ég bara svona gamaldags og vitlaus.
En ég er sammála Jóhönnu að ekkert barn má vera heimilislaust, skorta mat og drykkjarvatn, fara á mis við skólagöngu eða þjást af sjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir og það á við um fullorðna jafnt sem börn karla sem konur okkur ber skylda til þess að sjá til þess að meðbræðrum okkar líði eins vel og best verður á kosið og þeim ber skylda til þess sama gagnvart okkur.
Þegar síðan á að verja lélegt verklag þá er svarið alltaf það sama það má ekki tjá sig um einstök mál og RÚV þurfti ekki að taka nema eitt viðtal við Ögmund í dag að mínu mati því hann svaraði öllu bæði máli konunnar sem að búið er að flæma úr starfi vegna þjóðernis og máli mannsins sem búið er að flæma úr húsnæði sínu vegna glæpsamlegrar bankastarfsemi annarra og veikinda hans sjálf þessu svaraði hann nákvæmlega eins í bæði skiptin. Svarið var á þá leið að jafnræðis verði að gæta og ekki megi tjá sig um einstök mál.
Ég er fegin því að stjórnvöld okkar eru ekki í björgunarrekstri því kæmu þau að stórslysi myndu þau sennilega kála öllum til að gæta jafnræðis því ekki má bjarga öðrum ef annar gæti farist síðan myndu þau ekki greina hvað fór úrskeiðis því ekki má tjá sig um einstök mál.
Eins og ég sagði þá er ég kannski sá eini sem að svona er innanbrjóst en hef þó ekki mikla trú á því það er rétt sem sagt er um sófadýrin og ég hef talist til þeirra og viðurkenni það hispurslaust en atburðir undanfarinna daga hafa sannfært mig um það að ef sófadýrin, þeir einstaklingar sem að hafa trúað því að það muni allt fara vel að lokum rísa ekki upp úr sófunum og taka til sinna ráða fljótlega þá verðum við að lifa við það að við höfum ekki gert neitt til að hafa áhrif á framtíð barna okkar til betri vegar og þurfum að lifa við það að hafa stórskaðað þeirra framtíð með aðgerðarleysi gegn því sem að nú gengur á í þjóðfélaginu.
Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til eins og Búsáhaldabylting og Besti flokkur hafa því miður orðið til þess samkvæmt mínu mati að gera fólk fráhverft því að leggjast á árarnar til að breyta þróuninni en við megum ekki gefast upp.
Afkomendur okkar eiga þá kröfu á hendur okkur að við búum þeim þolanlega framtíð. Góð framtíð er ekki í kortunum sem stendur þolanleg er sennilega það skásta sem við getum og við skuldum forfeðrum okkar sem þraukuðu hér og bjuggu í haginn fyrir okkur það að við leiðréttum það sem ranglega hefur farið og setjum stefnuna rétta á ný.
Það er komin tími á að hin þögli þolinmóði hluti þjóðarinnar láti í sér heyra það getur vel verið að við höfum sloppið ágætlega út úr hruninu vegna eigin varfærni en ætlum við virkilega að láta það vera eftirmæli okkar að það hafi verið okkar helsta skemmtun að verða vitni að örvæntingu hinna sem að margra mati fóru óvarlega og samkvæmt áliti sumra eiga þetta bara skilið.
Hver kannast ekki við orðin, heldur fólk að það geti bara fengið lánað og þurfi ekki að borga, sagt um fólk sem að í mörgum tilfellum drýgði þó þann eina glæp að ætla að kaupa sér húsnæði og ekki alltaf af stærstu gerð. Ætlum við virkilega að vera svo grunnhyggin ég vona ekki. Við skulum lika muna að grunnhyggnar þjóðir hafa verið dæmdar bæði af sögunni og í veraldlegum réttahöldum.
Ég vona sannarlega að ég eigi nokkra skoðana bræður og systur í þessum hugleiðingum mínum sem er þá velkomið að hafa samband þó ekki væri til annars en að sannfæra mig um að ég sé ekki sá eini sem að finnst eitthvað vera bogið við þá mynd af landi mínu sem að ég sé þessa dagana og ég sé ekki einn um að vilja taka á árunum í von um breytta og betri tíð.
550 hafa fengið greiðsluaðlögun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mæl þú manna heilastur ég er algjörlega sammála þér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2010 kl. 22:35
Sæll Jón Aðalsteinn.
Nei þú ert ekki einn um þær skoðanir, sem þú viðrar í færslu þinni - langt frá því að vera einn!
Önnur frétt fannst mér einnig áhugaverð á RÚV í kvöld en það var fréttin af fjölda að- og brottfluttra til og frá landinu. Þær tölur eru ískyggilegar satt best að segja. Það væri áhugavert að sjá fréttir fluttar af því hvert atvinnuleysið væri hér á landi hefðu allur sá mikli fjöldi sem hefur flutt frá landinu umfram þá sem flutt hafa til þess væru enn á Íslandi. Það sýnist mér nefnilega hafa gleymst í allri þeirri umræðu sem verið hefur um það hversu "mikið" atvinnuleysi hefur farið niður á við, frá því að það var sem mest, að langflestir (ég er reyndar svolítið að giska hér) þeirra sem flutt hafa frá landinu fóru héðan vegna þess að hér var enga vinnu að hafa lengur. Atvinnuleysistölurnar væru sennilega allnokkuð mikið hærri en þær eru opinberlega í dag.
Svo má heldur ekki gleyma því í þessari umræðu að ástandið á síst eftir að skána nú í lok október og svo aftur í lok janúar þegar framlengingarákvæði um frestun nauðungaruppboða eru tæmd. Hvað þá? Hversu margar fjölskyldur til viðbótar munu missa húsin sín, heilsuna, atvinnuna já og hreinlega lífið?
Að síðustu má svo alls ekki gleyma því að allt er þetta að gerast og á eftir að versna þrátt fyrir "skjaldborg", "greiðsluaðlögun", "sértækar aðgerðir", "skuldaaðlögun" og ég veit ekki hvað...
Snorri Magnússon, 22.9.2010 kl. 22:41
Sæll Jón, þú ert ekki einn um þessar skoðanir, það get ég fullvissað þig um. Fólk er orðið mjög þreytt á aðgerðarleysi stjórnvalda og reiðin kraumar undir niðri. Góð skrif hjá þér.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 23:02
Þakka athugasemdirnar mér fannst sú frétt líka athyglisverð Snorri og er sammála þér. Nai ástandið á ekki eftir að skána því að aðgerðir eru engar en þeim verður að koma í gang einhvern vegin óbreytt gengur þetta ekki.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 22.9.2010 kl. 23:13
Hörkufín lesning sem ég er fullkomlega sammála. Hafðu þökk fyrir.
Sigurður Sigurðsson, 23.9.2010 kl. 00:41
Góð grein Jón Aðalsteinn, hittir naglann á höfuðið. Takk fyrir þetta
Gunnar Sigfusson (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.