20.9.2010 | 13:34
Rasismi loksins skilgreindur
Ég get ekki séð annað en Berg skilgreini rasisma í eftirfarandi orðum sínum og það hlýtur að vera óhætt fyrir mig að nota þá skilgreiningu enda hér um þingmann að ræða og af vinstri kantinum en slíkt fólk er þekkt fyrir hæfni í að greina þannig isma og berjast á móti honum.
Hún segir.
"Stefnan er rasismi. Þeir etja einum þjóðfélagshópi gegn öðrum. Það hefur engum flokki tekist það til þessa, segir Berg og er greinilega mikið niðri fyrir."
Mér finnst þetta athyglisvert.
Ég sé nefnilega ekki annað en að þetta sé nákvæmlega það sem að Íslensk stjórnvöld eru að gera það er að etja þjóðfélagshópum saman. Þau etja saman ólíkum hópum hér til að koma í veg fyrir samstöðu þannig að skilgreining frú Berg á við hér í mörgum málum og ég vil þakka henni góða greiningu á þeirri stefnu sem hér ríkir.
En því miður er búið að ofnota svo þetta orð að það er ekki marktækt lengur i hvert sinn sem að þarf að tala niður einhverjar skoðanir sem mikið liggur við að stöðva er þetta orð notað því að það vill engin vera rasisti. Og það er mín skoðun að fólk sem liggur meira til vinstri ofnoti þetta orð meira en aðrir. En þessi ofnotkun hefur gert orðið marklaust í mínum huga og fleiri.
En það er ekki oft sem að maður sér hnitmiðaða skilgreiningu á þessu orði svo að ég endurtek hana hér því aldrei er góð vísa of oft kveðinn.
"Stefnan er rasismi. Þeir etja einum þjóðfélagshópi gegn öðrum. Það hefur engum flokki tekist það til þessa, segir Berg og er greinilega mikið niðri fyrir."
Sorgardagur í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég sá sjálfur viðtal í sænska sjónvarpinu við innflytjanda í Landskrona (innflytjandastaður í s-Svíþjóð), sem sagðist hafa kosið Svíþjóðardemókratana, vegna þess að hann var orðinn svo þreyttur á afbrotaöldunum frá múslimagenjunum í bænum. Hann þorði að segja sannleikann, eins og eini pólutíski flokkurinn í landinu. Til hamingju Svíþjóðardemókratar.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.