Veröld að vakna

Það er vonandi að veröldin sé að vakna um þá staðreynd að svokölluð jafnaðarstefna virkar álíka vel og búskapurinn á Dýrabæ undir stjórn Napoleons. Frá mínum bæjardyrum séð snýst hún um að gera suma jafnari en aðra og vinstri stefna snýst um að allir hafi það jafn skítt. Það góða við þetta allt er þó að mínu mati að ólíklegt er að ég muni lifa annað tímabil jafnaðarsinnaðrar stjórnarstefnu í mínu lífi eftir að það verður búið að henda núverandi gleðigjöfum út.

Það er okkur sem tilheyrum millistéttinni og verkalýðnum til mikillar undrunar að við skulum yfirleitt komast best af undir stjórn þeirra sem okkur ættu að vera andstæðastir. Um það mættu hinir svokölluð málsvarar hugsa og athuga síðan hvar stefna þeirra hefur beðið skipbrot. Þeir þurfa í því tilfelli ekki að fara yfir veggin til að sækja vatnið.


mbl.is Endalok tímabils jafnaðarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband