Lánastofnanir tala.

"Helgi lýsti erfiðri stöðu fyrirtækisins sem ekki á fyrir skuldbindingum næsta árs. Hann sagði að aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til hefðu skilað þeim árangri að lánastofnanir væru a.m.k. farnar að tala við OR."

Eftir því sem að ég skil og veit best eru á meðal þessara lánastofnanna Lífeyrissjóðir okkar landsmanna. Ég hef mína skoðun á þeim lánastofnunum og þeim fjárfestingum sem að þær stóðu í og þeim launum sem að þær borga og ætla að halda henni fyrir mig enn um stund..

En sú staðreynd að okkar eigin bakhjarlar okkar eigin sjóðir okkar eigin fé vinnur harðast gegn kjörum okkar hér á landi að mínu mati segir all nokkuð um þetta apparat. Er ekki bara komin tími á að leggja það niður og mynda einn ríkislífeyrissjóð þar sem að allir hafa jafnan rétt og menn eru frjálsir til að auka við sig með sér sparnaði. Eða hvaða skoðun aðra er hægt að hafa á því ef rétt er sem fram kom í fréttum fyrr á árinu að lífeyrissjóðir töluðu ekki við OR fyrr en fyrirtækið hækkaði orkuverð

Það er einnig mín skoðun að sjóðir sem fjárfesta í flugrekstri, verslunarrekstri og rekstri sem að er í samkeppni við þann rekstur sem borgar öðrum sjóðsfélögum laun hafi ekki lært neitt undanfarin ár.
Þessir sjóðir vilja sýna arð og hann næst ekki nema með háu vöruverði og háu verði á þeirri þjónustu sem að fyrirtækin veita það er því ljóst hvert okkar eigin sjóðir ætla að sækja peninginn. Þeir ætla að hirða það sem að Jóhanna og Steingrímur ná ekki. Það er því ljóst að matarkarfan orkuverð og fargjöld hækka enn og þar með vísitalan (þetta er þó ekki planað) og þetta er að hluta í boði okkar eigin já okkar eigin sjóða.

En það er nú bara mín skoðun,


mbl.is Eigendur endurgreiði arðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lífeyrissjóðir eins og þeir eru á Íslandi í dag eru úrelt fyrirbæri. Þeir snúast bara í kringum sjálfa sig og eru allt of dýr apparöt fyrir okkur landsmenn. Þurfum við yfir höfuð lífeyrissjóði? Má ekki bara skylda hvern mann til að borga viss prósent í séreignarsjóð og þeir sem ekki eru þess megnugir fengju þá greiðslur frá ríkinu á sínum mögru árum rétt eins og gert er í dag. Sbr. ellilífeyrir og örorkulífeyri. Góð hugmynd hjá þér Jón að hafa bara einn ríkislífeyrissjóð, sá lífeyrissjóður gæti þá haldið utan um séreignargreiðslur landsmanna og allt sukk og svínarí myndi væntanlega snarminnka. Við höfum ekki efni á þessari vitleysu lengur.

assa (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 12:08

2 identicon

Einn lífeyrissjóð, á kennitölu,  sem erfingjarni erfa.  -  

Lara (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband