Samstaða

Nú þurfum við að sýna samstöðu með slökkviliðsmönnum. Aðgerðir þeirra geta auðvitað valdið okkur óþægindum en til þess er verkfallsvopnið til að valda óþægindum og þrýsta á um samninga. Allt of lengi hefur gjörsamlega steingeld verkalýðshreyfing dansandi vals með stjórnvöldum ekki gert nokkurn skapaðan hlut fyrir okkur launamenn og löngu komin tími á að þessi hreyfing vakni af Þyrnirósarsvefni sínum og fari að brýna branda þá sem hún hefur yfir að ráða. Mér er farið að gruna að aðild forkólfa okkar að ýmsum ráðum og nefndum og sjóðum leiði til þess að áhugi á baráttunni sé í lágmarki nema þegar kemur að því að tryggja sér aðganginn áfram. Það er líka staðreynd að þetta er okkur launamönnum og áhugaleysi okkar um eigin málefni að kenna við þurfum að vakna upp og auka félagsvitund okkar mæta á fundi og láta raddir okkar heyrast ef við viljum breytingar sem þó virðist vera alt að því vonlaust að knýja fram. En látum ekki aðgerðir slökkviliðsmanna ergja okkur heldur sýnum þeim stuðning þeir berjast núna og ég hef trú á því að það sé ekki langur tími í það að við hinir tökum til vopna okkar og hefjum baráttu til að endurheimta það sem af okkur hefur verið tekið nú á valdatíma velferðarinnar sem er eitt atgasta öfugmæli sem að ég hef heyrt.
mbl.is ASÍ gagnrýnir FÍ og Isavia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband