23.7.2010 | 14:58
Hvað er sanngirni
Hvort þetta er ósanngjarnt eða ekki fer nú sennilega eftir því hvaða málsaðila er fylgt og að mínu mati leikur ekki vafi á hvaða aðilum Gylfi og ríkisstjórnin fylgja að málum þarf ekki einu sinni að segja hverjum því ástin til fjármálageirans og þeirra sem fé eiga skín af hverju andliti ASG leppstjórnarinnar. Enda ekkert óeðlilegt við að undirmenn hlýði yfirboðurum sínum en síðustu verk ASG ásamt þeim eldri sýna svo að ekki verður um villst að sjóðurinn gengur ekki erinda fólksins heldur fjársins og eigenda þess. þannig að landsstjórinn er fulltrúi peningaaflanna og eftir höfðinu dansa limirnir.
Hvenær kemur síðan almenn sakaruppgjöf þar sem að ljóst er að engin virðist eiga að bera ábyrgð á þessum ólöglegu lánum og engin að svara til saka fyrir verk sem að geta felt þjóðfélagið er þá eintthvað réttlæti í því að menn og konur sitji inni fyrir mun smærri afbrot að mínu mati
Ekki ósanngjörn lending | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Voru lántakendur ekki lika að bjóta lög, samningur er fyrirkomulag tveggja eða flyri aðila og ef hann er ólöglegur þá á ekki bara að velja annan aðilann og refsa honum, og það gerir lögbort ekki löglegt að vita ekki. þeir voru ekki neiddir til að skrifa undir og standa núna mun betur en þeir sem tóku verðtryggð lán
Jóhann Hallgrímsson, 23.7.2010 kl. 15:14
http://brjann.blog.is/blog/fjas/entry/1079327/
Sævar Einarsson, 23.7.2010 kl. 15:15
Æ ekki koma með þetta kjaftæði úr Eiríki Guðnasyni á mína síðu. Það er ekki hægt að jafna Jóni og Gunnu saman við sérfróða starfsmenn lánafyrirtækja sem áttu að vita betur.
Sigurður Sigurðsson, 23.7.2010 kl. 15:35
Lántakar brutu engin lög. Þeir glæptust hins vegar á því að velja viðtekið lánsform í kerfinu. Þeir aðilar sem brutu lögin voru lánveitendur. Opinberir eftirlitsaðilar lögðu svo blessun sína yfir lögbrotið og brugðust þar með báðum málsaðilum.
Lántakar gátu ekki vitað betur; hinn venjulegi lántaki er jafnframt hinn vinnandi maður sem hefur engan tíma til þess að liggja yfir lagabálkum alla daga.
Þeir, sem halda að lántakar gengistryggðra lána standi NÚNA betur en aðrir, ættu að lesa gjaldþrotaskrár og gera sér ferð í kirkjugarðinn.
Kolbrún Hilmars, 23.7.2010 kl. 15:35
Bara svo það sé á hreinu. Hæstarættur hefur bara úrskurðað að gengisviðmið tveggja lána hafi verið óheimil. Lögin kveða jafnframt á um að heimilt sé að víkja frá ákvæðum laganna, en um það var ekkert fjallað af dómstólunum og ekki lögð fram krafa byggð á þeirri heimild þannig að enn á eftir að fjalla um það.
Hins vegar langar mig að spyrja þig Jón, veistu eitthvað hverjir þessir fjármagnseigendur eru???
Stærstu fjármagnseigendur landsins eru lífeyrissjóðirnir og hverjir eiga þá???
Er þá sem sé landsmenn allir (þ.e. eigendur lífeyrissjóðanna, þ.e. þessi ómenntuðu Jón og Gunna sem nafni minn nefnir) sem eru peningaöflin sem eru að reyna að ná í þá peninga með öllum ráðum sem þeir hafa lagt til hliðar til að lifa af í elli sinni????
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 16:40
þakka innlitinn
Hverjir eru fjármagnseigendur Sigurður
"Samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar voru innistæður fyrir 2.318 miljarða króna tryggðar. Af þessum 2.318 miljörðum fóru 2/3 í að bæta þeim sem að áttu meira en 10.000.000,- inn á reikning Það voru 2% innistæðu eigenda og 7% fyrirtækja sem áttu meira en umræddar 10 000 000,
Þetta eru fjármagnseigendur að mínu mati eigendur fjármagns sem að samkvæmt lögum var tapað.
Hvers vegna var það bætt hverjir áttu það fyndist mér að við sem eigum að borga það mættum vita eru jafnvel sömu aðilar sem að fengu þessar innistæður bættar og settu lögin og voru þeir þá hæfir til að setja lögin. Þetta eru ekki eru bara Lífeyrissjóðir. Eru kannski þarna svokallaðir útrásarvíkingar sem að höfðu forðað fé sínu á þessa reikninga.
Eigum við síðan Lífeyrissjóðina Ég tel að eign sé eitthvað sem að ég hef yfirráð yfir og ræð hvernig farið er með og því rástafað. Gildir það um Lífeyrissjóðin minn sem tekin er af mér með valdbeitingu Nei ég ræð engu um hvernig honum er ráðstafað hann er því ekki eign mín að mínu mati það er undir öðrum komið hvort að ég fæ eitthvað út úr honum yfirleitt. Hvernig fór með Lífeyrissjóð Bænda og fleiri sjóðiþ
Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.7.2010 kl. 18:52
Það er líka mjög athyglisvert að það skuli engin rannsókn vera hafin eftir því sem að ég veit best á því hverjir bera ábyrgð á þessum glæp. Bleyju og pelaþjófnaðarmál eru rannsökuð en mál eins og þetta virðast ekki vekja neinn áhuga ákæru valdsins
Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.7.2010 kl. 18:54
Jón Aðalsteinn, fyrningartími vegna brota á vaxtalögum er 2 ár. Þeir eru allir meira og minna sloppnir.
Marinó G. Njálsson, 23.7.2010 kl. 23:11
Æ það er víst eftir öðru hér þessa dagana Marinó það mætti halda að maður væri staddur í miðri Íslandsklukkunni. Þakka þér fyrir góðar útskýringar á þessum málum á blogginu þínu
Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.7.2010 kl. 23:31
Hver er sekur um glæp þegar selt er gallað skuldabréf, seljandi(lántaki) eða kaupandi(fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóðir, einstaklingar og félög)? Hver hefur fengið sína peninga, sinn Range Rover og ætlar nú að nota lögleysuna til að komast undan endurgreiðslu með sanngjörnum verðbótum eða vöxtum?
Ég veit að það særir þig og þú getur ekki hugsað þá hugsun að þeir sem klúðruðu sínum málum skuli jafnvel þurfa að taka afleiðingum gjörða sinna. Hvað þá að þeir geti jafnvel verið sekir um glæp, blessaðir sakleysingjarnir.
Allt slæmt hlýtur að vera einhverjum öðrum að kenna. Bankar og þannig stofnanir hljóta að bera ábyrgð á fjármálum einstaklinganna. Allir sem eiga peninga hljóta að vera illmenni og römmustu þjófar. Allir sem ekki eru þér sammála hljóti að lúta stjórn einhverra skuggalegra útlendinga og eru að vinna gegn þjóðinni.
Ef þú skildir orðið sjálfstæði þá vissirðu að það er ekki samnefnari yfir þröngsýni, fáfræði og útlendingahræðslu.
Sunna (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 00:25
Er AGS líka að vernda Jón Ásgeir? ég hélt að Gylfi gerði það bara af eigin hvötum.
Kjartan Sigurgeirsson, 24.7.2010 kl. 02:50
Sunna:
Hvað eru sanngjarnir vextir hvað eru sanngjarnar verðbætur eru það upphæðir sem byggðar eru á tölum sem reiknaðar eru út eftir að þeir aðilar sem að þessum lánveitingum stóðu, tóku stöðu á móti lántakendum er það sanngirni.
Hverjir klúðruðu sínum málum voru það þeir sem reiknuðu sín mál í botn gerðu ráð fyrir verstu mögulegu útkomu en brást að gera ráð fyrir því að skipulega yrði unnið að því að fella kerfið gjörsamlega til að laga eiginfjárstöðu lánveitenda.
Þú minnist á Range Rovera það er fólki tamt að minnast á Range Rovera og flatskjái í þessu tilfelli en það eru þarna líka íbúðarlán lán sem fólk tók til að koma þaki yfir sig og börn sín þaki sem að búið er að hirða af því og jafnvel taka eignir ættingja.
Þetta var gert með vörslusviptingum sem byggð er á hlut sem dæmdur hefur verið ólöglegur og í sumum tilfellum virðast ekki hafa verið framkæmdar eftir lögum og reglum. Hvar er sanngirnin í því.
Hver er sanngirnin í því að lögregla gerir ekkert gegn ólöglegum vörslusviptingum en komi upp bleyju og pela þjófnaðarmál er ekki hik á regluvörðunum.
Ég á engra hagsmuna að gæta í þessu máli Sunna ég er einn af þeim sem kem til með að þurfa að borga skaðann en það breytir því ekki að ég hvika ekki frá því að lögbrot er lögbrot og þeir sem valdir eru að því þurfa að axla sína ábyrgð og eitt af því sem að mér finnst athyglisverðast í öllu þessu er að það er ekkert gert til að hefja rannsókn á því hverjir bera hér ábyrgð ekki lánuðu lánin sig sjálf og hér er að mínu mati um eitt stærsta efnahagsbrot í sögu landsins að ræða.
Ég skil ekki hvað þröngsýni fáfræði og útlendingahræðsla kemur málinu við en séu þau atriði fólgin í því að sætta sig ekki við annað en að ein lög gildi í landi hér þá er ég bara hreykin af þvi að hugsa þannig að þínu mati.
Þú segir að ég geti ekki hugsað þá hugsun til enda að þeir sem klúðruðu sínum málum taki afleiðingunum þeir hafa gert það sumir eru búnir að missa alt sitt sumir berjast í bökkum aðrir eru dánir.
Svaraðu þú mér viltu ekki að þeir sem að voru hinumegin og tóku stöðu gegn þessu fólki þurfi að taka afleiðingum gerða sinna eða var það í lagi að taka stöðu gegn umbjóðendum sínum.
Kjartan er Gylfi bara ekki í vinnu hjá AGS svo mætti skilja af því sem að Lilja Móses segir stundum finnst mér, svo að hann ver þá Jón sjálfkrafa fyrir AGS
Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.7.2010 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.