Eintal einfeldnings.

Ég er sennilega hálfgerður einfeldningur því það er svo margt sem að ég skil ekki í þessu jarðlífi og það versnar heldur eftir því sem tímar líða ekki hef ég það mér til afsökunar að vera ljóska því áður en að skinnið spratt upp úr hárinu var toppstykkið prýtt dökkum lokkum þar sem nú húka einmanna grá strá á stangli þegar ekki er slegið. En nóg um það.

Ég skil ekki að það skuli vera hægt að ganga móti þrískiptingu valds eins og ekkert sé en það er greinilega ekkert mál nú virðist sem að löggjafarvaldið sé komið til FME og Seðlabankans það vildi ég að mamma hefði haft löggjafavaldið þegar ég slysaðist til að skreppa bæjarleið um miðja síðustu öld hafandi gleymt því að ég var aðeins með í annarri tánni. Á þeim árum var því miður líka pláss fyrir farþega í lögreglubílum sem að ekki virðist vera í dag miðað við fréttir af umferðarslysi við Galtalæk. Því var mér nauðugur einn kostur að þiggja far lögæslunar á þeim tíma. En hefði löggjafarvaldið verið á lausu þá eins og í dag hefði ég sennilega sloppið við það slit á gönguskóm mínum sem varð árið á eftir, hefði klagað í mömmu og hún sent sýsló tilmæli.

Ég skil ekki heldur hvers vegna þeir sem fólk treystir eru alltaf þeir sem að bregðast. Stór hluti Íslensk þjóðfélags treysti núverandi stjórnvöldum en sennilega verða eftirmæli Norrænu velferðarstjórnarinnar þau orð sem að Guðrún Ósvífursdóttir sagði "Þeim var ég verst sem ég unni mest"

Ég skil ekki að þó að árin líði og mannfólkið ætti að vitkast eftir því sem reynslan safnast fyrir hjá kynslóðunum þá virðist okkur ómögulegt að læra neitt. Fyrir rúmlega þúsund árum skreið maður undan skinni og steig upp á stein og sagði  "Það mun vera satt, er vér slítum í sundur lögin að vér munum slíta og friðinn" Þessi maður og þessi speki fleytti Íslendingum inn í kristnitrú með friði. Það væri betur í dag að þingmenn vorir væru settir undir skinn umræðan og gjörðirnar gætu orðið vitlegri.

Ég skil ekki að forstöðumaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar stígi fram og segi að sér komi velferð umbjóðenda sinna ekkert við en það sé búið að stofna nefnd sem að skili einhverju á veturnóttum. Mér var kennt að velferð merkti líðan og aðbúnaður er þá ekki velferðarsvið einmitt um það og er ekki matur hluti af velferð. Á þá fólk að svelta fram á veturnætu. Á sama tíma stigur læknirinn fram og segir að borgarsjóður standi vel vill ekki læknirinn segja samflokks manneskju sinni í velferðarsviði að matur flokkist undir velferð og það sé peningur í kassanum fyrir mat. Það er reykjavíkurborg til skammar að huga ekki að sínum minnstu bræðrum og systrum.

Ég skil ekki ráðningu sérfræðings í söluferlum sem stjórnarformanns OR. OR selur rafmagn kannski þarf að endurskoða söluferlið en miðað við söluferli þess fyrirtækis sem hann starfaði hjá áður tel ég að borgarstjóri hafi kannski áhyggjur af því að vanskil notenda aukist og þá sé gott að hafa sérfræðing í söluferlum til taks þegar kemur að því að vörslusvipta upp í skuldir.

Ég skil ekki að lögreglan ef rétt er sagt frá leiti ekki bílþjófa af fullri hörku en kannski er það vegna þess að yfirmenn hennar í stjórnkerfinu vita hvar bílarnir eru. Svo gæti maður freistast til að halda ef að margir bílar hafa verið hirtir fyrir misgáning og það kemur varla annað til mála en að þær vörslusviptingar sem hér hafa átt sér stað bæði löglegar og ólöglegar hafi verið með vitund ráðamanna. Vörslusviptingar í svo miklum mæli og eins og umfjöllunin hefur verið hafa ekki getað farið fram hjá stjórnvöldum.

Ég skil ekki svo margt og með hverjum deginum skil ég minna. Ef ráðuneytisstjóri selur hlutabréf þá er það glæpur ef þingmenn selja hlutabréf þá eru þeir að tryggja sig til elliáranna, ef skuldarar borga ekki ólögleg lán þá verða aðrir landmenn að borga þau á ekki glæpamaðurinn sem framdi glæpinn að borga skaðann hvað kemur hann aæþýðunni við ekki framdi hún glæpinn?
Þeir sem vanda sig og taka þau lán sem fræðingar segja að séu best á þeim tíma eru nú úthrópaðir áhættufíklar en þeir sem að áttu miljón skríljónir í banka og fengu allt bætt þó að þeim væri kunnugt um að einungis 3 000 000 væru bættar eru ósnertanlegir englar guðs og manna sem að ekki má hrófla við þó var áhættu fíkn þeirra meiri að geyma alla þessa peninga á reikningum sem að voru ekki tryggðir til fulls. Vissu þeir kannski að það væri allt tryggt.

Ég skil ekki þá umræðu um að verði skuldir leiðréttar þá komi það til skatts Hvers vegna er þá ekki greiddur skattur af þeim peningum sem að bættir voru umfram lögbundinar innistæðutryggingar það fé var glatað þannig að það má alveg færa rök fyrir því að það hafi myndast skattstofn af því þegar það var bætt. Manneskja sem fær slysabætur greiðir af þeim skatta af hverju eru þá ekki greiddir skattar af fébótum.

Þetta er aðeins lítið brot af því sem ég ekki skil enda er ég örugglega all nokkur einfeldningur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband