Umhverfisslys og horfnir bílar..

Mín skoðun er sú að tveir síðustu umhverfisráðherrar séu hálfgert umhverfisslys því þeir gera upp á milli náttúrunnar. Mér sýnist að hér sé fundið að því að ekið sé á hrauni sem siðar hefur sennilega oltið fram og förin ef einhver urðu horfið. Þetta ber að rannsaka og kæra. Á sama tíma er veitt miljónum tugum ef ekki hundruðum til Landgræðslunnar til að útrýma öskunni sem féll í sama gosi. Er askan þá réttlægri en hraunið þarf ekki að vernda hana líka eða er hraunið fjármagnseigandi og askan almúginn í þessu dæmi.

Ég vil síðan hrósa lögreglunni á Hvolsvelli fyrir það að svara því sem beint er til hennar með viðbrögðum, sennilega er ráð fyrir Reykvíkinga sem að ekki fá svör eða viðbrögð þegar bílar þeirra hverfa að hringja á Hvolsvöll og biðjast ásjár þegar svo stendur á.

Svona í framhjáhlaupi ætli einhverjum hafi dottið í hug að keyra saman lista yfir bíla sem talið er að hafi verið stolið og lista yfir bíla í vörslu fjármögnunarfyrirtækja. Fréttin af manninum sem varð að fara og ná í bílinn sinn sem hafði verið fjarlægður veldur því að mér dettur í hug að með því að keyra saman þessa lista mætti leysa nokkur mál.


mbl.is Löggan skoðar Top-gear
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góð hugmynd, gamli vinur og skólabróðir, ekki er ég frá því að stór hluti bílþjófnaðarmála myndi uppgötvast við þetta.  Ég er þér algjörlega sammála um að tveir síðustu umhverfisráðherrar voru mikil umhverfisslys og þó sá síðari mun verra.

Jóhann Elíasson, 4.7.2010 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband