25.6.2010 | 19:48
Forgangsröðun fjármagnsins.
Það er orðið lýðnum ljóst hver hin eina sanna forgangsröðun er og einnig hve fljótt valdið spillir fólki og hinir mætustu menn tala þvert á það sem að þeir sögðu áður. Ég var að lesa ræðu Gylfa sem að hann hélt á Austurvelli í vetur mér finnst hún og það sem síðan hefur skeð vera gott dæmi um það. Síðan hef ég miklar áhyggjur af Alþjóða áhyggjusjóðnum það getur ekki verið hollt að hafa svona miklar áhyggjur þeir hafa áhyggjur af Icesave og bönkunum og svo miklu fleiri málum en þeir eru alveg lausir við að hafa áhyggjur af fólki sem er kannski gott þegar að a annað borð menn eru svona áhyggjufullir. Ég held við ættum bara að létta þeim lífið og gefa þeim spark í afturendann og senda þá yfir Atlandsála þeir hafa svo sem lítið gert hér annað en að hafa áhyggjur að óþarfa. Síðan hefjum við tiltektina og til þess þarf að skipta um hreingerningaliðið það kann ekki að halda á tusku eru eiginlega öll hálfgerðar dulur.
AGS hefur áhyggjur af bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já áhyggjur Jón, það er ég sammála þér að þegar þeir þurfa að vernda rassana sína og eigin köku þá er snúningurinn strax augljós. Gylfi er augljóslega orðinn vanhæfur einhverra hluta vegna, hann stillir sér upp gegn fólkinu í landinu til verndar hinni spiltu fjármagnselítu. Rétt er ekki rétt og dómur er ekki dómur heldur eitthvað allt annað segir Gylfi. Þegar um er að ræða saklaust fólk sem á að borga sukkið eru menn fljótir að finna leiðir til að "dómur" hafi ekki áhrif á það. Ef pungur sem heitir Jón Ásgeir eða Pálmi, Hannes eða. . . eða. . . eru lán upp á milljaraða "bara" afskrifuð, ef hins vegar pungurinn heitir bara Höskuldur e.þ.h. eitthvað og skuldar kanski ekkert eða jafnvel 100 þúsund, þá er hann ofsóttur af lögfræðingageri og ef hann ekki borgar er hann gerður gjaldþrota. Nú ætlar pólitíkin vitlaus að verða vegna sanngjarns dóms, og merkilegt nokk, almenningur virðist eig að njóta einhvers réttlætis. Einnig er merkilegt að allir prinsar útrásar hafa sest að í Bretlandi, landinu sem ber Ísland þungum sökum, þar eru þeir verndaðir fyrir því að íslenski saksóknarinn nái til þeirra, í landinu sem þeir skildu eftir sviðna jörð, þrátt fyrir alþjóðlega handtökuskipun.
julli (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.