24.6.2010 | 18:22
Besti bregst ekki.
Það er alveg ljóst að nafni og félagar bregðast ekki enda í góðu samstarfi við sérfróða um hvernig á að sjúga almúgann.
Samt hefur Besti komið með ferska vinda og ný sjónarhorn í borgarmálin því nú er farið að þróa hækkanir til lengri tíma það er jú alveg ótækt að ekki sé til plan hvernig best nýting næst úr hverjum skrokki.
"Þá er og lagt til að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur útbúi áætlun um þróun gjaldskráa til næstu ára, sem hafi það að markmiði að ná ásættanlegu greiðsluhæfi fyrirtækisins fyrir árin 2010 til 2013."
Þetta þýðir ekkert annað á mannamáli en að Stjórn Besta flokksins og Samfylkingar hafa samþykkt að hækka gjaldskrá O.R ótt og títt á næstunni þannig að ásættanlegt flæði fjármagns til að gauka að vinum og vandamönnum náist.
Geti ekki skríllinn borgað þá er búið að ráða sérfræðing í söluferlum til að ná sem mestu út úr því sem hægt er að hirða af þeim.
Hipp hipp húrrey.
Ný stjórn OR innleiði nýja stefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.