21.6.2010 | 20:56
Ég spyr
Er viðkomandi þingmaður ekki í meðlimur í þeim flokkum sem að ráða hér og annar þeirra réði hér fyrir hrun líka. Það eru því hæg heimatökin til góðverka þeim musterum réttlætis og jafnaðarmennsku sem að hér ríkja þessa dagana. En mér hefur fundist vanta upp á viljan til aðgerða.
Ég spyr því hvað tefur ágætan þingmann og flokksfélaga hana í því að hefja nú góðu verkin skildi það vera útsýnið til Brussel sem að öllu á að bjarga. Það útsýni er hins vegar af sama toga og hillingar eru þyrstum manni í Sahara það er hillingar og ekkert annað og sé of lengi stefnt í átt að þeim geispar viðkomandi golunni af þorsta. Það er betra að leita bjargar þar sem að maður er staddur og með það sem er í hendi heldur en í hillingum fjarskans.
Það á að læra af verkum fortíðar og vinna að draumum framtíðar þó menn greini á um hverjir þeir eiga að vera. En það eru verkin í núinu sem að skipta máli í dag.
Fortíðin er liðin og framtíðin óskrifað blað.
Endurmeti húsnæðislánin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góður pistill hjá þér Jón Aðalsteinn, takk fyrir hann.
Elínborg, 22.6.2010 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.