Alltaf samir við sig.

"Róbert segir sammæli um að nefndin skuli ekki eingöngu skipuð lögfræðingum og sérfræðingum á sviði stjórnskipunarrétti"

Frá bæjardyrum almúgamanns sýnist sem svo að það hafi ekkert slegið á sjálfsánægju og fullvissu stjórnvaldsstétta um sitt eigið ágæti og ágæti þeirra sem svipaða menntun og þeir sjálfir hafa. Menntunarleysi var ekki aðalgalli þeirra sem að hér keyrðu alt til helvítis.

Samkvæmt minni skoðun er stjórnarskrá skjal sem að segir í hvernig þjóðfélagi við viljum búa hvaða lög og reglur við viljum hafa og réttindi. Í þeirri gömlu er til dæmis málskotsréttur forseta sem heldur betur hefur virkað nú síðustu misserin þennan rétt má skilja að ráðamenn vilji takmarka en hafa gjörðir þeirra undanfarið verið á þan veg að við viljum afsala okkur þessum rétti í stað einhvers óskilgreinds réttar.
Það er síðan eiginlega hlægilegt að það sé tekið fram að nefndina eigi ekki bara að skipa lögfræðingum heldur þurfi að vera þarna einn heimsspekingur. En hvað um stjórnmálafræðinga. Þetta er frá mínum bæjardyrum sé en ein atlaga stjórnarinnar að þjóðinni og hljómar eins og það sé þegar verið að afsaka sig því vitað sé að enn og aftur sé verið að hafa okkur að fíflum.

Þessi nefnd á að undirbúa þjóðfund, þarf lögfræðinga til að undirbúa þjóðfund hvernig væri að nota vef ríkisskattstjóra og leyfa fólki að tilnefna fulltrúa í net atkvæðagreiðslu og þeir fyrstu 500 til 1000 sætu þingið.

Þessi nefnd á að skila tillögum til þingsins, á þá þingið bara að vera já samkunda eins og til dæmis Samfylkingin sem talar einum rómi og syngur það lag sem forustan velur án falskrar nótu. Að mínu mati á þetta þing að koma með eigin tillögur að breytingum sem síðan verða bornar fram,

Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að þessi samkunda sé algjörlega óþörf okkar gamla góða stjórnarskrá er gott plagg og engin ástæða að mínu mati til að breyta henni það má breyta kosningalögum og kjördæmaskipan til að jafna lýðræðið en stjórnarskránni er óþarfi að hrufla við. Halda menn virkilega að hér hefði eitthvað orðið öðruvísi með aðrar stjórnarskrá halda menn að siðferði breytist við það að endurnýja hana. Ó nei siðferði er einstaklingabundið og þróað i uppeldi þar sem menn læra hvaða gildi skipta máli og þau gildi eru ekki eignir og peningar þó hvorutveggja sé vel þegið. Það sem skiptir máli er fjölskyldan vinirnir og við sjálf og hvernig við verjum lífi okkar og því ræður engin stjórnarskrá þó góð sé.

Fer síðan nokkur maður eftir stjórnarskránni hvað segir hún til dæmis um eign þjóðarinnar á auðlyndum sínum ég sé ekki að farið sé eftir því þá ekki nema að þjóðin sé bankarnir en það mætti svo sem halda að það væri skoðun stjórnvalda þeirra sem hér ríkja þessa dagana.


mbl.is Ræða kröfur til nefndarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

,,Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að þessi samkunda sé algjörlega óþörf okkar gamla góða stjórnarskrá er gott plagg og engin ástæða að mínu mati til að breyta henni það má breyta kosningalögum og kjördæmaskipan til að jafna lýðræðið en stjórnarskránni er óþarfi að hrufla við" segir þú.

Þetta er einmitt kjarni málsins, stjórnarskráin okkar er nefnilega býsna gott plagg, svolítið dulkóðuð og leynir á sér eins og með málskotsréttin. Aðalatriðið er að fara eftir henni. Nýjasta hugmyndin um að fara sekta fólk við vinnu sína ,búvörusektir er skólabókardæmi um það að virða ekki stjórnarskrána. 

Kosningalögunum og atkvæðamisvæginu er hægt breyta með nýjum kosningalögum og er ekki flókið. 

Þorsteinn H. Gunnarsson, 13.6.2010 kl. 20:59

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er á því að stjórnarskráin sem slík sé fínasta plagg en aftur á móti hef ég efasemdir um þingmennina sem eiga að sjá um að eftir henni sé farið.

Jóhann Elíasson, 13.6.2010 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband