Er VG á móti venjulegu launafólki

Að mínu mati er VG ekki flokkur sem vinveittur er vinnandi fólki það er hinu venjulega launafólki hann stendur aftur á móti vel vörð um aðra sérhópa innan þjóðfélagsins en það að hann virði fólk sem að hefur framfæri af venjulegri launavinnu er af og frá.

Það að fylgismenn þessarar stefnu geri sér grein fyrir því hvað raunveruleg verðmætasköpun er er einungis fjarlægur draumur að mínu mati.

 

 

 


mbl.is VG vill fullnýta útsvarið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Vinstri græn eru einmitt með venjulegu launafólki Jón Aðalsteinn. Lestu grein Sóleyjar í fréttablaðinu í dag og þá sérðu að það kemur venjulegu launafólki mun betur að fullnýta útsvarið í stað þess að hækka bein gjöld eins od d-listinn mun gera, hækka leikskólagjöld og svo framvegis. Það vilja Vinstri græn ekki gera.

Nema þú eigir við fólk með meira en 600.000 kr. í mánaðarlaun sem "venjulegt launafólk"?

Hlynur Hallsson, 20.5.2010 kl. 10:20

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ekki á ég við fólk með yfir 600 000 í mánaðarlaun heldur á ég við fólk með þessi venjulegu laun sem liggja á hinu venjulega 200 til 300 þus krona bili sem að núverandi stjórnvöld hafa unnið þrekvirki í að rífa af fólki til að sjá um að þeim sé nu ekki eytt í óþarfa því er ég algjörlega á móti því að Reykjavíkurborg bætist í  hópin og taki tíkallin sem eftir er og hefur verið hægt að nýta til að gleðja afkomendur sína á sunnudögum. Læt ekki velferðarflokkana taka þá gleði af mér líka.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.5.2010 kl. 10:35

3 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Vg eru skattabrjálaðir. Öll hagræðing er eitur í þeirra beinum

Hreinn Sigurðsson, 20.5.2010 kl. 11:05

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála Hreinn og við skulum ekki gleyma afstöðu forystumanneskju flokksins í Reykja´víktil sveinbarna og þá sérstaklega okkar sveinbarnanna sem komin eru yfir miðjan aldur eða þá er hún vildi stjórna atkvæði samflokksmans síns í vetur. Nei ég get ekki séð að það sé nokkur möguleiki á að VG verði atkvæðahæft frá mínum sjónahorni séð ég hef ekkert á móti þeim en ég kom til Rússlands á tímum komúnismans og ég vil ekki valda því að börnin mín lifi í þannig landi þó kallað sé alræði öreiganna.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.5.2010 kl. 12:34

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

"alræði öreiganna"! er ekki allt í lagi eða er örvænting íhaldsins orðin svona rosaleg?

Gott að lesa þetta Jón: http://www.smugan.is/frettir/nr/3350

Hlynur Hallsson, 20.5.2010 kl. 12:46

6 Smámynd: Einhver Ágúst

Það er svo undaleg þessi afstaða milli þessara flokka, einu virkilegu málefnin sem ég sé á milli þeirra eru einmitt þessi:hvor sé með sköttum og hvor sé á móti. Annað er nú lítið sjánlegt, mest svona stétt með stétt þvaður.

Reykjavík er stórt þjónustufyrirtæki sem þarf að reka skynsamlega þannig að borgararnir fái að lifa hér góðu og hamingjuríku lífi. Það er alveg ljóst að það þarf annaðhvort að hækka útsvarið eitthvað eða dagvistunargjöld og önnur gjöld.

En að rífast um hvort sé betra er bara í besta falli skrítið umræðuefni sem mest miðast við hagi hvers og eins, hvort menn eigi börn eða ekki eða hvar menn eru í launatröppunum.

Einhverskonar leið verður farinn á næsta kjörtímabili, líklegast í þessu tilfelli sem öðrum er að best sé að fara  bil beggja. Er ekki best að flokkarnir/flokkurinn sem þá stjórnar sé óbundinn af að hafa lofa svona vitleysu í því óvissuástandi sem nú ríkir?

Bestu kveðjur Einhver Ágúst 13 sæti Besta flokksins

Einhver Ágúst, 20.5.2010 kl. 12:49

7 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég veit ekkert um örvæntingu íhaldsins en get verið sammála því að Reykjavík sé þjónustufyrirtæki segjum frekar heimili og það eigi að reka skynsamlega. En hvað er skynsemi er það að fara í vasa heimilis´fólks eftir meiri aurum þó að inkoma þess hafi lækkað eða er það kanski frekar að draga saman hætta veisluhöldum hætta aukagreiðslum fyrir nefndarstörf hætta að kaupa ýmislegt eins og ný málverk á stofuveggina og hætta öllum utanlandsferðum ráðamannaheimilisins hætta veitingum á fundum fólk getur talað saman án þess að þurfa að éta í leiðinni á hinum almenna markaði. Ef að þetta væri gert þyrfti ekki að fara í vasa fóliks og ekki að hækka gjöld. Gallin er bara sá að svona aðgerðir koma og nálægt þeim sem við stjórnvöl sitja sama hvaða flokk þeir tilheyra eins og vel sést á Austurvelli þessa dagana

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.5.2010 kl. 13:22

8 Smámynd: Einhver Ágúst

Góður Jón þarna kemurðu að kjarna málsins fyrir mér allaveganna, fólk einsog ég og þú situr yfir vínarbrauðum og gerir dagvist barna og næringu að pólitísku bitbeini er soldið mikið vandinn. Skynsamlegur rekstur án lamandi lygaloforða og svo smáskemmtun með. Hefur einhver einhverntímann boðið betur? Ég persónulega rék eldhús í einkareknum skóla en hlíti öllum lögmálum hins opinbera en fér létt með að vera innan sparnaðarramma, svo ég treysti mér í þau mál og það er dýr hluti reksturs skólakerfis Reykjavíkur.

Einhver Ágúst, 20.5.2010 kl. 13:33

9 identicon

Heill og sæll; Jón Aðalsteinn - sem og, þið aðrir, hér á síðu hans !

Hlynur Hallsson !

Oft; eru hænsn fuglar, kallaðir skíthauga hopparar. Sannast hefir; að undanförnu, að það er rangnefni, hið mesta - og eftir stendur sú fugla tegund, jafn göfug, sem fyrr.

Raunverulegu Skíthauga hoppararnir, eruð þið Steingríms liðar, í svokölluðu Vinstri hreyfingu - grænu framboði. Þið eruð; ógeðfelldari, í ykkar svika vefjum, en jafnvel skrumararnir, í öllum B - D og S listunum, til samans, og er þá langt til jafnað.

Tækist okkur byltingar sinnum; að króa afætur flokkanna 4ra af, myndum við eflaust, byrja á að berja á ykkur, Hlynur Hallsson.

Með; beztu kveðjum, öngvum þó - til Hlyns Hallssonar, né annarra, af hans lélegu og -örmu eykt /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 14:25

10 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þetta innlegg þitt óskar Helgi segir meira um þig en nokkurn annan. Afar málefnalegt eða þannig og þér í þínum málstað til lítils sóma.

Hlynur Hallsson, 20.5.2010 kl. 14:35

11 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Hlynur Hallsson !

Það vill nú svo til; að aðgerðaleysi, sem dugleysi Jóhönnu og Steingríms þíns - sem og þjóðkunn svik þeirra, eru að bitna á mér, sem minni fjölskyldu jafnframt - sem og þorra landsmanna annarra, og höfum við, hér heima í Efra- Ölvesi, nú ekkert lifað hátt svo sem, í okkar 76m2 íbúð, Norðlenzki oflátungur - þér; að segja.

Enda; var mér innprentuð, nýtni og nægjusemi, á uppvaxtar árunum, heima í Stokkseyrar hverfi, hér fyrr meir - nokkru áður; en skemmdarverk stjórnmála manna, fóru að ríða röftum, Glamskyggni og armi; Steingrímsins fótgöngu liði !

Með; sömu kveðjum - sömu meiningar, sem hinnar fyrri / en gremju fullar, sem heiptar, í garð vina hryðjuverka flokkanna /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 14:48

12 identicon

Glámskyggni; átti að standa þar.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 14:50

13 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Spörum stóru orðin og skoðum málin á rólegan og yfirvegaðan hátt. 

Vínarbrauð eru ekki á borðum á mínu heimili Ágúst þó frekar vegna þess að þau hafa þann leiða vana að setjast á lendar mér en líka vegna þess að það er rökréttast að skera niður það sem að ekki skiptir máli áður en farið er í vasana. Á heimili fjúka áskriftir að glanstímaritum en barnabókaáskriftir er reynt að halda í þó kreppi að maður vill vernda þá sem minnst mega sín í fjölskyldunni. Ef hjónin hafa farið við og við út á lífið þá minka þau það en leyfa börnunum frekar að stunda íþróttir. Þetta heitir að forgangsraða ég sé til dæmis ekkert að því að Reykjavíkurborg hætti að styðja hluti eins og list ekki af því að ég er á móti list heldur vegna þess að það er forgangsröðun. Síðan getur fólk stutt þá list sem að það vill sjálft með þeim peningum sem það á eftir en ekki það að yfirvöld taki af því alt fé og deili síðan út til þeirra verkefna sem þeim eru þóknanleg. Ég tek bara list sem dæmi það er af nógu að taka ef málin eru skoðuð ferðalög og rástefnur og alskyns kannanir og rannsóknir sem veitt er fé í hægri vinstri. Sem er í sjálfu sér í góðu lagi ef nóg fé er til en í því árferði sem er nú á að forgangsraða en ekki alltaf að fara í vasa borgaranna í staðin fyrir að stunda ábyrga stjórnsýslu

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.5.2010 kl. 14:50

14 identicon

Sælir; sem fyrr !

Jón Aðalsteinn !

Þakka þér fyrir; gestrisnina, hér á þinni síðu, sem jafnan.

Vitaskuld; er mér heitt í hamsi, eins og málum háttar, eftir tæpt 1 og 1/2 ár, í algjöru aðgerðaleysi ónýtra og spilltra valdhafa - því meir; kom mér á óvart, að Hlynur Hallsson, skyldi sá ódrengur vera, að vera eins konar búktalari, af sama meið; og rusl persónur, eins og Guðlaugur Þór Þórðarson - Steinunn Valdís Óskarsdóttir, að ógleymdum Birki J. Jónssyni, svo; einhver séu til nefnd, frá hinum úrhraka flokkunum.

Því; reyndist Hlynur Hallsson, maður að meiri, viðurkenndi hann glæpi síns flokks - nema þá; að maðurinn sé slíkur afglapi (sem ég vart hygg vera), eða siðblinda hans, sé með þeim ósköpum, að hann sjái ekkert athugavert, við hráskinnaleik, núverandi Stjórnarráðsseta.

Sjái hann; eða aðrir þeir stæku hryðjuverka flokka fylgjarar, ekkert athugavert við óstjórnina og viðbjóðinn, hér heima á Fróni, teldust hinir sömu; Hlynur með talinn, sóma sér vel, í sveitum Mafíunnar Ítölsku, suður á Sikiley.

Svo; má ekki gleyma að nefna, að Ítalía er jú; ein, máttarstoða hins hrynjandi Evrópusambands, sambandsins, sem þeir VG ingar horfa svo til, þó fæstir vilji við það kannast, þar innan búða.

Bara; svo nefndur sé - einn fjölmargra þátta, í HRÆSNI þess flokks, af ótal mörgum, svo sem.

Með; hinum fyrri kveðjum, óbreyttum /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 16:49

15 Smámynd: Einhver Ágúst

Já og svo eru það Íþróttirnar og strykjasukk annað....margur steinninn sem má velta, það vitum við öll og mun að einhverju leyti snerta öll okkar það snýst bara um að fara í gegnum allt og laga þessa hluti og láta fagmennina um vinnuna, pólitíkusarnir eiga það til að flækjast bara fyrir.

Í ráðuneytum hristir starfsfólk bara hausinn og heldur áfram að gera allt einsog það er vant, þó að fjórði ráðherrann þeirra sé með tiktúrur. Sama hef ég gert á veitingastöðum og sama er væntanlega gert á flestum vinnustöðum að einhverju marki, það er svo skrítið nefnilega að um elið og einhver er góður í einhverju er hann umsvifalaust stöðuhækkaður og látinn hætta að gera það sem hann/hún er góð/ur í.

Einhver Ágúst, 20.5.2010 kl. 20:22

16 Smámynd: Hlynur Hallsson

Óskar Helgi, allt þitt tal um "hræsni", "hryðjuverk", "glæpi", "viðbjóð", "búktal" og svo framvegis vísa ég til föðurhúsanna. Ég vorkenni þér. Þó að þér sé "heitt í hamsi" þá réttlætir ekkert svona tilhæfulausar svívirðingar.

Megir þú vel lifa.

Hlynur Hallsson, 20.5.2010 kl. 21:09

17 identicon

Komið þið sælir enn; á ný !

Hlynur Hallsson !

Ég þykist vita, að fleirrum en mér þætti vænt um, að þú værir sá maður, að viðurkenna allt hið illa, sem flokks hörmung þín, hefir stuðlað að - eða þá, látið ógert (í öndverðum tilvikum), að fá afstýrt.

Svokallaðar svívirðingar; eiga sér stoð, í því ógnarástandi, sem flokkur þinn - ásamt krötum, viðhaldið, sem höfuð glæpamennirnir; Davíð Oddsson, og svo Halldór Ásgrímsson skópu, á 10. áratug síðustu aldar, að ógleymdum Jóni B. Hannibalssyni, handlangara þeirra (og EES predikara).

Eftir haustið 2008; réttlætir EKKERT tilveru, þessarra 4ra glæpa flokka, á íslenzkri grundu, Hlynur Hallsson - vona ég, að ég þurfi ekki að meitla þau einföldu sannindi, inn í þinn Norðlenzka þversum koll, nauðhyggju og undirgefni, fyrir þeim snápum, sem þú umgengst helzt, og kalla sig ''velferðarstjórn'' .

Vona; að endingu; að þú sjáir stíg réttlætisins, út úr gráma Lenínsku þokunnar, í hverri þú hefir arkað, allt of lengi.

Megir þú; vel lifa.

Með; hinum fyrri kveðjum, lítt breyttum - unz, Hlynur sjái sína vondslegu villu /

Óskar Helgi Helgason 

     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 21:25

18 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þessi grein á Smugunni er alger steypa. Hvernig getur skattbyrði minnkað þegar skattar eru hækkaði. Er ekki annars betra að hækka þjónustugjöld en útsvar? Þeir eiga að borga sem nota.

Annars er til einföld leið til að þurfa ekki að hækka þjónustugjöld á barnafólk. Lækka laun borgarfulltrúa og stjórnenda hjá borginni um helming.

Ef borgarfulltrúar og hinar silkihúfurnar láta aðra borgarstarfsmenn þræla fyrir minna en helming af þeirra eigin launum skulu þeir bara gjöra svo vel að reyna að lifa af þeim launum sjálfir.

Prófum þetta og sjáum hvað þeir verða ánægðir með laun venjulegs fólks. Með þessu móti má spara mörg hundruð milljónir.

Theódór Norðkvist, 21.5.2010 kl. 00:45

19 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka ykkur athugasemdirnar ég hneigst mjög til að vera sammála Theódór hér að ofan algjörlega óháð hinum frægu fjórflokkum og öðrum framboðum. En ég vil meina að ef að sú leið væri farin að skera alla bittlingana af menn eru jú með laun fyrir vinnu sína en eiga ekki að geta hleypt þeim upp með allskyns sposlum ef það væri gert þyrfti hvorki að hækka skatta eða þjónustugjöld.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 21.5.2010 kl. 09:05

20 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sammála að það væri rétt að lækka laun ofurlaunafólksins en held að það dugi því miður ekki.

Hlynur Hallsson, 21.5.2010 kl. 09:55

21 Smámynd: Einhver Ágúst

Já eiga börn að borga? Þá finnst mér tímabært að þau fái kosningarétt.

Væri ekki mikið einfaldara að taka þessi mál úr farvegi stjórnmálanna þarsem þetta virðist vera það eina sem skilur virkilega á milli flokkanna hefðbundnu? Þá geta sérræðingar borgarinnar á fjármálasvið látið vita þegar þarf að hækka annað hvort útsvar eða til dæmis dagvistunargjöld. Þá er útbúin kosning á neti eða með pósti þarsem borgararnir sjálfir ákveða hvora leiðina þeir vilja fara?  Ég er ekki að tala um höfnunarleiðina í Kaliforníu heldur val milli A og B....frekar einfalt og við sleppum við fólk sem lýgur skipulega á 4ra ára fresti og lofar einhverju rugli.

KV Einhver Ágúst 13 sæti Besta flokksins

Einhver Ágúst, 21.5.2010 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband