Kynlegir kvistir

Ég er kynlegur kvistur enda ekki verið kafað djúpt í mig með kynjagleraugum sennilega yrði ég  bannaður ef það væri gert, gamaldags karlremba af verstu svort, hreykin af því að vera karlmaður og kasta vatni af mér uppréttur það breytir því ekki að ég ber fulla virðingu fyrir þeim sem kasta af sér vatni í öðrum stellingum enda þeim og samspili þeirra sem uppréttir framkvæma verknaðinn að þakka að ég kom í þennan heim.

Það sem veldur þessum kynlegu skrifum mínum þetta kvöldið er þó ekki aðferðarfræði úrgangslosunar heldur kvöldfréttir önnur um það að nú skuli hætta að greiða niður geðlyf og hin að það þurfi að lesa hina margrómuðu skýrslu með kynjagleraugum svo að hið Gotneska letur skiljist betur eða hvort að með því sést það sem milli línanna er skrifað.

Þessi lestur myndi einungis kosta svona eins og ca 3 000 000  og þótti greinilega ekki mikið. Ég er búin að lesa stóra hluta þessarar skýrslu með mínum eigin gleraugum sem sennilega virka þó ekki rétt því þau eru sett á karlkyns nef mitt og eru því karlkynjuð gleraugu sem veltir þá upp þeirri spurningu hvort að til séu þrjár tegundir af gleraugum það er karlkynja, kvenkynja og síðan hin eiginlegu kynjagleraugu sem þá hljóta að vera hvorugkyns.
Ég í fávísi minni hef alist upp við einungis nærsýnis fjærsýnis og sjónskekkjugleraugu en er nú bara gömul karlremba með varanlegt ofnæmi fyrir svona modern dóti þannig að hér er sennilega fáfræði minni um að kenna.

Það sem að mér finnst merkilegt er að okkar háæruverðugu stjórnendum skuli finnast tíma sínum vel varið í svona pælingar það er ekki eins og þeir hafi mikið fyrir stafni, ekki eins og að auðlindir landsins hafi verið herteknar við nefið á okkur, ekki eins og að lyklafrumvarpið hafi sofnað í nefnd, ekki eins og að helmingur fjölskyldna í landinu geti lent á vergangi með haustinu, ekki eins og að verðbólga vaði hér áfram þrátt fyrir að laun séu frosin íbúðaverð lækki og krónan hafi styrkst (þetta er efni í nákvæmari skoðun)

Nei það er eins og að stjórnvöld okkar ríki í landinu Shangry La þar sem sólin skín 24 tíma á dag smjör drýpur af hverju strái og allir fá nægju sína. Ég er þó þeirrar skoðunar að landið sé frekar farið að líkjast Atlantis á síðustu klukkutímum lífs þess eða bara Róm daginn sem að Nero langaði til að spila á fiðlu.

Undir tónninn er að allt illt sé körlum að kenna þessi endalausi áróður gegn körlum er farin að fara í mínar fínustu taugar ég spyr sjálfan mig að því hvað kæmi út úr lesningu á Njálu með kynjagleraugum, kvenskörungar þeirrar sögu létu ekki sitt eftir liggja og það gera ekki heldur kvenpersónur nútímasögunar að mínu mati þó ég telji ekki hér upp nöfn sem að mér koma í hug.

Það sem ég er þó mest hneykslaður á er að svona hugmynd skuli yfirleitt vera rædd sama dag og verið er að ræða það að hætta niðurgreiðslu lyfja vegna til dæmis þunglyndis, hverskonar veruleika firring er í gangi. Ég heyrði einnig að þetta væri síðasti starfsdagur Alþingis fyrir kosningar getur það verið eða er grín í gangi.
Þing byrjar löngu eftir að skólar koma úr jólafríum páskafrí eru vel útilátinn og sumarfrí virðist að mínu mati þýða það sem felst í orðinu það er frí meðan að dagur er lengri en nótt.

Ég er hneykslaður á þessu og enn ákveðnari í að kjósa Bestaflokkinn ef að atvinnupólitíkusar fara ekki að sýna mér að þeir valdi því verki sem að þeir telja sig vera hæfa til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband